Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 09:39 Atvikið átti sér stað í Smáralind nú um helgina. Vísir/Vilhelm Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“ Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“
Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira