Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 09:39 Atvikið átti sér stað í Smáralind nú um helgina. Vísir/Vilhelm Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“ Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“
Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira