Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain.
'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021
Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt.
„Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport.
„Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök.
Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021
„Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville.
Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum.
![](https://www.visir.is/i/85E1DE7F84C07EED868750502FEAEBFCCA00609B245346B3A733366033C4A294_713x0.jpg)
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.