Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 11:30 Kasper Schmeichel horfir á boltann í netinu eftir skalla Finnans Joel Pohjanpalo. AP/Martin Meissner Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. Eriksen fór í hjartastopp í lok fyrri hálfleiks og tók talsverðan tíma að koma hjarta hans aftur á stað niður á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Danski miðjumaðurinn er sagður vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi og hefur verið í sambandi við liðsfélaga sína. Denmark legend Peter Schmeichel says it was "absolutely ridiculous" that Saturday's #Euro2020 match carried on after Christian Eriksen's collapse. #bbceuro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2021 Sonur Peter Schmeichel, Kasper, er markvörður Dana og því einn af þeim leikmönnum liðsins sem þurftu að manna sig upp í að klára leikinn seinna um kvöldið eftir að hafa fengið það staðfest að þetta liti mun betur út hjá Christian Eriksen. Peter Schmeichel vildi koma einu á hreint í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Ég vil að það komi formlega fram að mér finnst það algjörlega fáránlegt hjá UEFA að koma fram með þessa lausn,“ sagði Peter Schmeichel. „Svona hræðilegur hlutur gerist og UEFA gefur leikmönnum tvo möguleika. Þeir þurfa að velja á milli þess að klára þessar 55 mínútur seinna um kvöldið eða koma og spila þær frá hádegi daginn eftir. Ég spyr, hvers konar val er það,“ spurði Schmeichel. 'It was a ridiculous decision by UEFA' - Peter Schmeichel slams decision to continue Denmark Euro 2020 gamehttps://t.co/sOCwvVP0Um pic.twitter.com/QPBdmoLuNt— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2021 „Svo þú ferð aftur á hótelið þitt sem er í tilfelli Dana 45 mínútum í burtu. Þú getur ekkert sofið því það hefur djúp áhrif á þig að lenda í svona áfalli. Fara síðan aftur í liðsrútuna klukkan átta morguninn eftir til að spila þennan leik,“ sagði Schmeichel. „Þetta var ekki möguleiki heldur fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu þurft að vinna að annarri laus og sýna smá samúð. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Þetta var fáránlegt og úrslitin í leiknum skipta hér engu máli,“ sagði Schmeichel. „Þetta var mjög, mjög erfitt fyrir leikmennina og ég skildi bara ekki þessa ákvörðun. Leikurinn var algjört aukaatriði á þessari stundu. Hvernig getur þú spilað,“ spurði Peter Schmeichel. Finnar unnu 1-0 sigur á Dönum í leiknum. Eina mark leiksins lak í gegnum hendurnar á Kasper Schmeichel en Danir nýttu sér ekki mikla yfirburði út á velli og klikkuðu meðal annars á vítaspyrnu í leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Eriksen fór í hjartastopp í lok fyrri hálfleiks og tók talsverðan tíma að koma hjarta hans aftur á stað niður á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Danski miðjumaðurinn er sagður vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi og hefur verið í sambandi við liðsfélaga sína. Denmark legend Peter Schmeichel says it was "absolutely ridiculous" that Saturday's #Euro2020 match carried on after Christian Eriksen's collapse. #bbceuro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2021 Sonur Peter Schmeichel, Kasper, er markvörður Dana og því einn af þeim leikmönnum liðsins sem þurftu að manna sig upp í að klára leikinn seinna um kvöldið eftir að hafa fengið það staðfest að þetta liti mun betur út hjá Christian Eriksen. Peter Schmeichel vildi koma einu á hreint í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Ég vil að það komi formlega fram að mér finnst það algjörlega fáránlegt hjá UEFA að koma fram með þessa lausn,“ sagði Peter Schmeichel. „Svona hræðilegur hlutur gerist og UEFA gefur leikmönnum tvo möguleika. Þeir þurfa að velja á milli þess að klára þessar 55 mínútur seinna um kvöldið eða koma og spila þær frá hádegi daginn eftir. Ég spyr, hvers konar val er það,“ spurði Schmeichel. 'It was a ridiculous decision by UEFA' - Peter Schmeichel slams decision to continue Denmark Euro 2020 gamehttps://t.co/sOCwvVP0Um pic.twitter.com/QPBdmoLuNt— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2021 „Svo þú ferð aftur á hótelið þitt sem er í tilfelli Dana 45 mínútum í burtu. Þú getur ekkert sofið því það hefur djúp áhrif á þig að lenda í svona áfalli. Fara síðan aftur í liðsrútuna klukkan átta morguninn eftir til að spila þennan leik,“ sagði Schmeichel. „Þetta var ekki möguleiki heldur fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu þurft að vinna að annarri laus og sýna smá samúð. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Þetta var fáránlegt og úrslitin í leiknum skipta hér engu máli,“ sagði Schmeichel. „Þetta var mjög, mjög erfitt fyrir leikmennina og ég skildi bara ekki þessa ákvörðun. Leikurinn var algjört aukaatriði á þessari stundu. Hvernig getur þú spilað,“ spurði Peter Schmeichel. Finnar unnu 1-0 sigur á Dönum í leiknum. Eina mark leiksins lak í gegnum hendurnar á Kasper Schmeichel en Danir nýttu sér ekki mikla yfirburði út á velli og klikkuðu meðal annars á vítaspyrnu í leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30
Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40