Anníe Mist inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún átti barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágúst síðastliðnum en í gær tryggði hún sér sæti á heimsleikunum í CrossFit seinna í sumar. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í gær aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist dóttur sína Feyju Mist. Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti