Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 12:53 Tómas Guðbjartsson segir hárrétt hafa verið brugðist við þegar Christian Eriksen hné niður. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. Tómas segir snör viðbrögð skipta höfuðmáli þegar atvik á borð við það sem gerðist í gær gerast. Miðað við það sem hann sá í fréttamiðlum í gær virðist hárrétt hafa verið brugðist við. „Við vitum það að við líkamshita þá þolir heilinn ekki nema 4 mínútur í hjartastoppi áður en það verða óafturkræfar breytingar á heilafrumum, það skiptir gríðarlegu máli að koma hjartanu í gang,“ segir Tómas í viðtali við fréttastofu. Aðspurður segir Tómas erfitt að segja til um hvað olli því að Eriksen hné niður í gær. Þó nefnir hann sjúkdóminn hjartavöðvakvilla sem mögulega orsök. Hjartavöðvakvilli veldur þykknun í hjartavöðvum og hjartsláttartruflunum. Sjúkdómurinn hefur verið í umræðunni undanfarið, sér í lagi í tengslum við íþróttafólk. Ítalir hafa til að mynda sett reglur um að allir atvinnuíþróttamenn undirgangist hjartarannsóknir árlega. Reglurnar voru settar eftir að 39 íþróttamenn létust úr skyndilegu hjartastoppi árið 2019 á ítalíu. Tómas segir hjartavöðvakvilla geta valdið óreglulegum slætti hjartans, sem getur valdið því að hjartað hætti að dæla blóði til heilans og annarra líffæra. Afleiðing þess er að ,,það slökkni hreinlega á manni,“ samkvæmt Tómasi. Tómas segir Christian Eriksen heppinn að hafa komist til meðvitundar eftir góð viðbrögð lækna og sjúkraliða á vellinum í gær. Ef sjúklingar komast ekki til meðvitundar fljótt eftir hjartastopp er svokallaðri kælimeðferð beitt. Þá er líkamshiti þeirra lækkaður viljandi til að hægja á efnaskiptum heilans. Með því er hægt að bjarga heilastarfsemi sjúklinganna. EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Tómas segir snör viðbrögð skipta höfuðmáli þegar atvik á borð við það sem gerðist í gær gerast. Miðað við það sem hann sá í fréttamiðlum í gær virðist hárrétt hafa verið brugðist við. „Við vitum það að við líkamshita þá þolir heilinn ekki nema 4 mínútur í hjartastoppi áður en það verða óafturkræfar breytingar á heilafrumum, það skiptir gríðarlegu máli að koma hjartanu í gang,“ segir Tómas í viðtali við fréttastofu. Aðspurður segir Tómas erfitt að segja til um hvað olli því að Eriksen hné niður í gær. Þó nefnir hann sjúkdóminn hjartavöðvakvilla sem mögulega orsök. Hjartavöðvakvilli veldur þykknun í hjartavöðvum og hjartsláttartruflunum. Sjúkdómurinn hefur verið í umræðunni undanfarið, sér í lagi í tengslum við íþróttafólk. Ítalir hafa til að mynda sett reglur um að allir atvinnuíþróttamenn undirgangist hjartarannsóknir árlega. Reglurnar voru settar eftir að 39 íþróttamenn létust úr skyndilegu hjartastoppi árið 2019 á ítalíu. Tómas segir hjartavöðvakvilla geta valdið óreglulegum slætti hjartans, sem getur valdið því að hjartað hætti að dæla blóði til heilans og annarra líffæra. Afleiðing þess er að ,,það slökkni hreinlega á manni,“ samkvæmt Tómasi. Tómas segir Christian Eriksen heppinn að hafa komist til meðvitundar eftir góð viðbrögð lækna og sjúkraliða á vellinum í gær. Ef sjúklingar komast ekki til meðvitundar fljótt eftir hjartastopp er svokallaðri kælimeðferð beitt. Þá er líkamshiti þeirra lækkaður viljandi til að hægja á efnaskiptum heilans. Með því er hægt að bjarga heilastarfsemi sjúklinganna.
EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira