Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfeik opnuðust flóðgáttir fyrir Ítali.
Fyrsta markið var sjálfsmark Merih Demiral en þetta er í fyrsta sinn sem opnunarmark EM er sjálfsmark.
This is the first time in European Championship history that the opening goal of the tournament has been an own goal.
— Squawka Football (@Squawka) June 11, 2021
Merih Demiral goes into the history books. #EURO2020 pic.twitter.com/aMHj7SW5fq
Ciro Immobile tvöfaldaði forystuna á 66. mínútu og þrettán mínútum síðar skoraði Lorenzo Insigne. Lokatölur 3-0.
Þetta er stærsti sigur í opnunarleik EM og ljóst að Ítalarnir eru til alls líklegir en öll mörkin má sjá hér að neðan.
3-0 - Italy's 3-0 victory over Turkey is the biggest margin of victory in the opening match at a European Championship tournament. Statement. #EURO2020 #TURITA #ITA
— OptaJoe (@OptaJoe) June 11, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.