„Heppinn að fá að vinna með hetjunum mínum“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 11. júní 2021 16:30 Þorleifur í góðum gír með Kaleo á tónleikum. Munnhörpu- og fetilgítarleikarinn Þorleifur Gaukur hefur verið einn mest áberandi session-spilari Íslands síðustu ár og má heyra hann í lögum með Kaleo, Bríeti, Eyþóri Inga, LayLow, Ellen Kristjáns, Mugison og Baggalúti. Þorleifur fékk fullan skólastyrk í Berklee College of Music og var einn af 13 nemendum sem útskrifuðust með Artist Diploma. Það er sérstaklega hannað fyrir listamenn sem hafa aflað sér reynslu í tónlistarbransanum. Í gegnum árin hefur hann túrað og tekið upp með tónlistarmönnum eins og Kaleo, Mugison, Bríeti, Baggalúti og Club D’elf. Hann hefur einnig spilað með heimsþekktum hljóðfæraleikurum á borð við Darryl Jones, Chuck Leavell, Victor Wooten, Peter Rowan og Sierra Hull. Í vikunni var Þorleifur með sína fyrstu tónleika í tónleikaröðinni Þorleifur Gaukur & Gestir á Sjálandi í Garðabæ. Til að byrja með fékk hann til sín góða gesti, Bríet og Rubin Pollock, og var uppselt á tónleikana. Þegar Þorleifur Gaukur er spurður út í hvenær hann byrjaði stendur ekki á svörum. „Bara eins lengi og ég man eftir mér hef ég verið heillaður af tónlist. Þegar ég var tveggja ára þá söng ég hástöfum með Bein leið eftir KK. Ég misskildi þó aðeins textan og söng Bein bein,“ rifjar hann upp og brosir. Nýútskrifaður úr Berklee. Aðeins 5 ára gamall byrjaði hann að læra á trommur og hélt því áfram fram í unglingsárin. Í fyrsta bekk lá leiðin í blokkflautunám sem hann segist hafa tekið mjög alvarlega og æfði sig mikið. En svo í kringum tíu ára aldurinn byrjaði hann að læra á gítar og tók sá áhugi við alveg næstu árin. „Munnharpan hefur verið mitt aðalhljóðfærið í gegnum árin.“ Fyrir rúmu ári síðan byrjaði þorleifur að spila á Pedal steel gítar eða fetilgítar og er hann orðin stór partur af hans hljómi. Með Bríeti spilar Þorleifur mestmegnis á fetilgítarinn. Þorleifur spilar einnig á gítar, bassa ásamt ýmsum öðrum strengjahljóðfærum. Flutti út með Kaleo og byrjaði að læra í hinum virta skóla Berklee College of Music Þorleifur var að læra jazz í Stavanger í Noregi en á öðru ári var honum farið að leiðast í náminu þar sem það ögraði honum ekki nóg. Hann hafði alltaf dreymt að flytja til Bandaríkjana og reyna fyrir sér þar sem tónlistarmaður. Hann sótti um skiptinám í Bandaríkjunum en fékk það ekki í gegn og ákvað hann því að sækja um í skóla drauma sinna, Berklee College of Music. Hann skellti sér í inntökupróf í London en þar var hann staddur í upptökum með Kaleo á breiðskífunni A/B Þar voru þeir nýkomnir á samning í Bandaríkjunum og stefndu á að flytja út. Strákarnir í Kaleo vildu endilega fá hann með. Þorleifur greip tækifærið. „Við fluttum til Bandaríkjanna á svipuðum tíma og ég spilaði með þeim þegar þeir áttu leið um Boston.“ Inntökuprófin gengu það vel að hann endaði að fá fullan skólastyrk frá þeim og því tækifæri gat hann ekki hafnað. Reynir að fá innblástur frá sem flestum Þegar talið berst að fyrirmyndum hans verður hann hugsi í augnablik en svarar svo með sinni frægu einlægni. „Ég fæ mikinn innblástur frá mínum samspilurum hérna heima og er heppinn að fá að vinna með hetjunum mínum nánast daglega. Maður reynir að taka element frá öllum sem maður spilar með og hlustar á. Það er alveg óháð hljóðfæri og getur þess vegna bara verið persónueinkenni. Sem munnhörpuleikari hafa Little Walter og Toots Thielemans haft mikil áhrif á mig, tveir ólíkir músíkantar,“ segir hann og bætir við að hann sækir mikinn innblástur frá early jazz hetjum eins og Lester Young og Louis Armstrong. Það eru greinilega margir sem þessi hógværi tónlistarmaður fylgist með en lítur hann upp til Ry Cooder sem magnaðan gítarleikara og pródusent, „hann hefur haft magnaðan og fjölbreyttan feril sem hefur haft mikil áhrif á mig.“ Þessa daganna er Þorleifur þó heltekinn af Nashville fetilgítarleikurum eins og Paul Franklin og LLoyd Green sem eru báðir með magnaðan feril og hafa spilað á hundruðir platna. Ferðast um heiminn með Kaleo Þegar Þorleifur er spurður út í hvernig það er að ferðast um heiminn með vinum sínum, segir hann að það sé alveg svakalegt ævintýri. „Algjör draumur að fá að ferðast heiminn og gera það sem maður elskar. Gaman að fá að upplifa allskonar kúltúr í gegnum músíkina. Ég er mjög duglegur að kíkja á local tónleika og kynnast tónlistarfólki á hverjum stað. Þannig það verður alltaf betra og betra þar sem maður dýpkar alltaf tengingarnar.“ Þorleifur Gaukur og Kaleo baksviðs eftir tónleika þar sem þeir spiluðu með Rolling Stones. Þorleifur Gaukur hefur spilað með ansi breiðum hópi af listamönnum, þar má nefna Kaleo, Mugison, Bríet, KK, Júníus Meyvant, Sycamore Tree. Það sem ekki margir vita er að hann hefur einnig spilað á tónleikum með nokkuð stórum nöfnum í Bandaríkjunum. Til dæmis bluegrass stjörnum eins og Peter Rowan og Tony Trischka, bassaleikurum eins og Victor Wooten og Darryl Jones, og blúshetjum eins og Bob Margolin og Bob Stroger. „Í fyrsta sinn sem ég kom til Chicago þá var ég spenntastur að fá að upplifa Chicago Blúsinn þar sem hann byrjaði. Margir af upprunalegu klúbbunum standa enn og ég dreif mig á tónleika. Ég labba inn og þar eru nánast bara túristar að hlusta. Tónleikarnir byrjuðu sem voru ekkert sérstakir og svo tók við jam session. Ég varð fyrir svaka vonbrigðum því að það var enginn virðing borinn fyrir þessari tónlist og hver spilari á eftir öðrum kom til að sýna hvað þeir gátu spilað hátt og hratt,“ rifjar hann upp. ,,Ég gekk út vonsvikinn og byrja að labba í átt að næsta veitingastað þegar ég heyri í topp klassa reggae-músík í fjarska. Ég labba nær og sé að þetta kemur úr tónleikastað handan við hornið. Ég spyr dyravörðinn hvort þetta sé band eða bara DJ og hann svarar þetta sé band og rukkar mig 5 dollara til að koma inn. Ég labba inn framhjá þröngum bar og litlum kofa sem selur „jamaican jerk chicken“ og við tekur 100-200 manna staður sem er stappaður og heimsklassa band að spila. Ég var alveg heillaður og sogast inn í músíkinna. Það voru engir túristar, þetta var mikið af local fólki ásamt eyjaskeggjum frá Jamaica, Dominica og fleiri eyjum. Þeir taka hlé eftir fyrsta sett og ég byrja að spjalla við þá og við tengjumst um leið. Þeir komast að því að ég sé frá Íslandi og sé í bænum til að spila á munnhörpu og enda með að bjóða mér að spila með sér í næsta setti. Þorleifur segir að þeir byrja að spila nokkur lög og kynna sig svo upp á svið: ,,We’ve got a brother here from Iceland. You think it’s cold in Chicago, wait until you get over there.“ „Ég hoppa upp á svið og sé að fólk horfir á mig með skeptískum svip. En um leið og ég byrja að spila þá fæ ég mikil fagnaðarlæti. Ég enda að spila nokkur lög með þeim og fæ algjört samþykki frá lókal fólkinu sem var mikill heiður. Þarna voru gamlir vinir Bob Marley og fjölskyldu. Ég var þarna langt fram á nótt með þeim að borða jamaískan kjúkling og hlusta á sögur. Þetta kennir manni að vera alltaf með opinn hug og reyna bara að plana sem minnst.“ Þorleifur verður djúpur þegar hann er spurður um tilfinninguna að spila á tónleikum. ,,Það er mjög mismunandi, fer bara eftir því hvernig maður er stemmdur. Ég reyni alltaf að vera sjálfum mér samkvæmur og sýna fólki bara hvernig maður er þessa stundina í stað þess að reyna alltaf að vera hress. Stundum er maður melankólískur og þá kemur meiri dýpt í sorglegri lög og stundum er maður svaka hress og þá bætist í hressu lögin,“ útskýrir hann. Þegar hann er spurður hvernig tónleikum honum finnst skemmtilegast að spila á þá flækjast málin. ,,Það fer bara eftir fíling. Yfirleitt sækist maður í andstæðuna á því sem að maður er að gera mest. Þegar maður er að spila fyrir framan tugþúsundir manna þá sækist maður í nándina af því að spila á litlum stöðum. Yfirleitt hallast ég samt meiri að minni tónleikum, þar finnur maður svo mikla tengingu við hlustandann og þeir verða partur af músíkinni.“ Lítið gefið út sjálfur en hefur komið nálægt ótrúlega flottum lögum Þorleifur Gaukur hefur ekki gefið út mikið efni sjálfur, í raun alltof lítið að hans sögn. En hann hefur spilað inn á ýmis lög í gegnum tíðina og búinn að vera mjög duglegur á þessu ári og síðasta. Það má m.a. heyra hljóðfæraleik hans á Hey Gringo með Kaleo, Rólegur Kúreki með Bríet, Veldu Stjörnu með Ellen Kristjáns og John Grant, Kveðju Skilað plötunni með Baggalút og Western Sessions plötunni með Sycamore Tree. Hver eru framtíðarplönin? „Ég ætla að vera hér heima út árið og spila sem mest. Í byrjun næsta árs byrjar svo N-Ameríkutúr með Kaleo. Þá stefni ég að flytja til Nashville, Tennessee og reyna fyrir mér sem tónlistarmaður þar. Ég hef eytt miklum tíma þar og á marga góða vini þar. Nashville er besti staðurinn fyrir mann eins og mig, nóg að gera í allskonar tónlist og mjög virk stúdíó sena.“ Hægt er að kaupa miða á Tix.is Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið
Þorleifur fékk fullan skólastyrk í Berklee College of Music og var einn af 13 nemendum sem útskrifuðust með Artist Diploma. Það er sérstaklega hannað fyrir listamenn sem hafa aflað sér reynslu í tónlistarbransanum. Í gegnum árin hefur hann túrað og tekið upp með tónlistarmönnum eins og Kaleo, Mugison, Bríeti, Baggalúti og Club D’elf. Hann hefur einnig spilað með heimsþekktum hljóðfæraleikurum á borð við Darryl Jones, Chuck Leavell, Victor Wooten, Peter Rowan og Sierra Hull. Í vikunni var Þorleifur með sína fyrstu tónleika í tónleikaröðinni Þorleifur Gaukur & Gestir á Sjálandi í Garðabæ. Til að byrja með fékk hann til sín góða gesti, Bríet og Rubin Pollock, og var uppselt á tónleikana. Þegar Þorleifur Gaukur er spurður út í hvenær hann byrjaði stendur ekki á svörum. „Bara eins lengi og ég man eftir mér hef ég verið heillaður af tónlist. Þegar ég var tveggja ára þá söng ég hástöfum með Bein leið eftir KK. Ég misskildi þó aðeins textan og söng Bein bein,“ rifjar hann upp og brosir. Nýútskrifaður úr Berklee. Aðeins 5 ára gamall byrjaði hann að læra á trommur og hélt því áfram fram í unglingsárin. Í fyrsta bekk lá leiðin í blokkflautunám sem hann segist hafa tekið mjög alvarlega og æfði sig mikið. En svo í kringum tíu ára aldurinn byrjaði hann að læra á gítar og tók sá áhugi við alveg næstu árin. „Munnharpan hefur verið mitt aðalhljóðfærið í gegnum árin.“ Fyrir rúmu ári síðan byrjaði þorleifur að spila á Pedal steel gítar eða fetilgítar og er hann orðin stór partur af hans hljómi. Með Bríeti spilar Þorleifur mestmegnis á fetilgítarinn. Þorleifur spilar einnig á gítar, bassa ásamt ýmsum öðrum strengjahljóðfærum. Flutti út með Kaleo og byrjaði að læra í hinum virta skóla Berklee College of Music Þorleifur var að læra jazz í Stavanger í Noregi en á öðru ári var honum farið að leiðast í náminu þar sem það ögraði honum ekki nóg. Hann hafði alltaf dreymt að flytja til Bandaríkjana og reyna fyrir sér þar sem tónlistarmaður. Hann sótti um skiptinám í Bandaríkjunum en fékk það ekki í gegn og ákvað hann því að sækja um í skóla drauma sinna, Berklee College of Music. Hann skellti sér í inntökupróf í London en þar var hann staddur í upptökum með Kaleo á breiðskífunni A/B Þar voru þeir nýkomnir á samning í Bandaríkjunum og stefndu á að flytja út. Strákarnir í Kaleo vildu endilega fá hann með. Þorleifur greip tækifærið. „Við fluttum til Bandaríkjanna á svipuðum tíma og ég spilaði með þeim þegar þeir áttu leið um Boston.“ Inntökuprófin gengu það vel að hann endaði að fá fullan skólastyrk frá þeim og því tækifæri gat hann ekki hafnað. Reynir að fá innblástur frá sem flestum Þegar talið berst að fyrirmyndum hans verður hann hugsi í augnablik en svarar svo með sinni frægu einlægni. „Ég fæ mikinn innblástur frá mínum samspilurum hérna heima og er heppinn að fá að vinna með hetjunum mínum nánast daglega. Maður reynir að taka element frá öllum sem maður spilar með og hlustar á. Það er alveg óháð hljóðfæri og getur þess vegna bara verið persónueinkenni. Sem munnhörpuleikari hafa Little Walter og Toots Thielemans haft mikil áhrif á mig, tveir ólíkir músíkantar,“ segir hann og bætir við að hann sækir mikinn innblástur frá early jazz hetjum eins og Lester Young og Louis Armstrong. Það eru greinilega margir sem þessi hógværi tónlistarmaður fylgist með en lítur hann upp til Ry Cooder sem magnaðan gítarleikara og pródusent, „hann hefur haft magnaðan og fjölbreyttan feril sem hefur haft mikil áhrif á mig.“ Þessa daganna er Þorleifur þó heltekinn af Nashville fetilgítarleikurum eins og Paul Franklin og LLoyd Green sem eru báðir með magnaðan feril og hafa spilað á hundruðir platna. Ferðast um heiminn með Kaleo Þegar Þorleifur er spurður út í hvernig það er að ferðast um heiminn með vinum sínum, segir hann að það sé alveg svakalegt ævintýri. „Algjör draumur að fá að ferðast heiminn og gera það sem maður elskar. Gaman að fá að upplifa allskonar kúltúr í gegnum músíkina. Ég er mjög duglegur að kíkja á local tónleika og kynnast tónlistarfólki á hverjum stað. Þannig það verður alltaf betra og betra þar sem maður dýpkar alltaf tengingarnar.“ Þorleifur Gaukur og Kaleo baksviðs eftir tónleika þar sem þeir spiluðu með Rolling Stones. Þorleifur Gaukur hefur spilað með ansi breiðum hópi af listamönnum, þar má nefna Kaleo, Mugison, Bríet, KK, Júníus Meyvant, Sycamore Tree. Það sem ekki margir vita er að hann hefur einnig spilað á tónleikum með nokkuð stórum nöfnum í Bandaríkjunum. Til dæmis bluegrass stjörnum eins og Peter Rowan og Tony Trischka, bassaleikurum eins og Victor Wooten og Darryl Jones, og blúshetjum eins og Bob Margolin og Bob Stroger. „Í fyrsta sinn sem ég kom til Chicago þá var ég spenntastur að fá að upplifa Chicago Blúsinn þar sem hann byrjaði. Margir af upprunalegu klúbbunum standa enn og ég dreif mig á tónleika. Ég labba inn og þar eru nánast bara túristar að hlusta. Tónleikarnir byrjuðu sem voru ekkert sérstakir og svo tók við jam session. Ég varð fyrir svaka vonbrigðum því að það var enginn virðing borinn fyrir þessari tónlist og hver spilari á eftir öðrum kom til að sýna hvað þeir gátu spilað hátt og hratt,“ rifjar hann upp. ,,Ég gekk út vonsvikinn og byrja að labba í átt að næsta veitingastað þegar ég heyri í topp klassa reggae-músík í fjarska. Ég labba nær og sé að þetta kemur úr tónleikastað handan við hornið. Ég spyr dyravörðinn hvort þetta sé band eða bara DJ og hann svarar þetta sé band og rukkar mig 5 dollara til að koma inn. Ég labba inn framhjá þröngum bar og litlum kofa sem selur „jamaican jerk chicken“ og við tekur 100-200 manna staður sem er stappaður og heimsklassa band að spila. Ég var alveg heillaður og sogast inn í músíkinna. Það voru engir túristar, þetta var mikið af local fólki ásamt eyjaskeggjum frá Jamaica, Dominica og fleiri eyjum. Þeir taka hlé eftir fyrsta sett og ég byrja að spjalla við þá og við tengjumst um leið. Þeir komast að því að ég sé frá Íslandi og sé í bænum til að spila á munnhörpu og enda með að bjóða mér að spila með sér í næsta setti. Þorleifur segir að þeir byrja að spila nokkur lög og kynna sig svo upp á svið: ,,We’ve got a brother here from Iceland. You think it’s cold in Chicago, wait until you get over there.“ „Ég hoppa upp á svið og sé að fólk horfir á mig með skeptískum svip. En um leið og ég byrja að spila þá fæ ég mikil fagnaðarlæti. Ég enda að spila nokkur lög með þeim og fæ algjört samþykki frá lókal fólkinu sem var mikill heiður. Þarna voru gamlir vinir Bob Marley og fjölskyldu. Ég var þarna langt fram á nótt með þeim að borða jamaískan kjúkling og hlusta á sögur. Þetta kennir manni að vera alltaf með opinn hug og reyna bara að plana sem minnst.“ Þorleifur verður djúpur þegar hann er spurður um tilfinninguna að spila á tónleikum. ,,Það er mjög mismunandi, fer bara eftir því hvernig maður er stemmdur. Ég reyni alltaf að vera sjálfum mér samkvæmur og sýna fólki bara hvernig maður er þessa stundina í stað þess að reyna alltaf að vera hress. Stundum er maður melankólískur og þá kemur meiri dýpt í sorglegri lög og stundum er maður svaka hress og þá bætist í hressu lögin,“ útskýrir hann. Þegar hann er spurður hvernig tónleikum honum finnst skemmtilegast að spila á þá flækjast málin. ,,Það fer bara eftir fíling. Yfirleitt sækist maður í andstæðuna á því sem að maður er að gera mest. Þegar maður er að spila fyrir framan tugþúsundir manna þá sækist maður í nándina af því að spila á litlum stöðum. Yfirleitt hallast ég samt meiri að minni tónleikum, þar finnur maður svo mikla tengingu við hlustandann og þeir verða partur af músíkinni.“ Lítið gefið út sjálfur en hefur komið nálægt ótrúlega flottum lögum Þorleifur Gaukur hefur ekki gefið út mikið efni sjálfur, í raun alltof lítið að hans sögn. En hann hefur spilað inn á ýmis lög í gegnum tíðina og búinn að vera mjög duglegur á þessu ári og síðasta. Það má m.a. heyra hljóðfæraleik hans á Hey Gringo með Kaleo, Rólegur Kúreki með Bríet, Veldu Stjörnu með Ellen Kristjáns og John Grant, Kveðju Skilað plötunni með Baggalút og Western Sessions plötunni með Sycamore Tree. Hver eru framtíðarplönin? „Ég ætla að vera hér heima út árið og spila sem mest. Í byrjun næsta árs byrjar svo N-Ameríkutúr með Kaleo. Þá stefni ég að flytja til Nashville, Tennessee og reyna fyrir mér sem tónlistarmaður þar. Ég hef eytt miklum tíma þar og á marga góða vini þar. Nashville er besti staðurinn fyrir mann eins og mig, nóg að gera í allskonar tónlist og mjög virk stúdíó sena.“ Hægt er að kaupa miða á Tix.is Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið