Bein útsending: Náin tengsl ungra barna og foreldra skilar ávinningi Tinni Sveinsson skrifar 13. júní 2021 14:01 Börn í dorgveiðikeppni í Hafnarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm Samtökin Fyrstu fimm um fjölskyldu-og barnvænna Ísland standa fyrir málþingi um náin tengsl ungra barna og foreldra, ávinning af slíkum markmiðum og áskoranir á götu þeirra. Hvernig má tryggja minni streitu og álag á fjölskyldur á Íslandi? Hver er ávinningur af slíkum markmiðum og hver er birtingarmynd slíkra áherslna í stjórnmálum? Leitast verður að svara þessum spurningum og fleirum á málþinginu, sem haldið er á kaffihúsinu Kaffi Dal við Sundlaugarveg og stendur yfir frá klukkan 15 til 17. Mælendur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir. Hún skrifaði Fyrstu 1000 dagana og Árin sem engin man ásamt því að starfa á Miðstöð foreldra og barna. Leiðarstefið í hennar fræðum er að árangursrík tengslamyndun foreldra og barna í frumbernsku sé eitt mikilvægasta veganesti sem börn geta fengið og vinnur gegn kvíða og streitumyndun alla ævi. Sverrir Norland rithöfundur deilir reynslusögu af fjölskyldu sinni og gefur ákveðna innsýn í hark ungra foreldra með tvö börn undir fimm ára aldri. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra. Líklegt er að hann ræði um árangur núverandi ríkisstjórnar og áframhaldandi stefnu félagsmálaráðuneytis í málefnum ungbarna. Matthías Ólafsson, meðstjórnandi í Fyrstu fimm, er umræðustjóri og verður einnig með erindi um stefnu Fyrstu fimm og persónulega reynslu sína við feðrahlutverkinu. Pop-up leikvöllur Foreldrum er gert kleift á þessu málþingi að mæta með börn sín. Inni á Kaffi Dal er afmarkað leiksvæði þar sem börn geta leikið sér, í fylgd með fullorðnum. Á tjaldsvæði í hæfilegri fjarlægð frá málþinginu verður pop-up leikvöllur Meðvitaðra foreldra. Hugmyndin með barnvænu málþingi er að foreldrar geti mætt á málþingið en samt haft barnið í forgangi. Ef barnið kýs að vera á leiksvæði getur foreldri haft málþingið í eyranu í gegnum útsendinguna hér á Vísi en hún gerir foreldrum vitanlega líka kleift að hlusta að heiman. Börn og uppeldi Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Hvernig má tryggja minni streitu og álag á fjölskyldur á Íslandi? Hver er ávinningur af slíkum markmiðum og hver er birtingarmynd slíkra áherslna í stjórnmálum? Leitast verður að svara þessum spurningum og fleirum á málþinginu, sem haldið er á kaffihúsinu Kaffi Dal við Sundlaugarveg og stendur yfir frá klukkan 15 til 17. Mælendur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir. Hún skrifaði Fyrstu 1000 dagana og Árin sem engin man ásamt því að starfa á Miðstöð foreldra og barna. Leiðarstefið í hennar fræðum er að árangursrík tengslamyndun foreldra og barna í frumbernsku sé eitt mikilvægasta veganesti sem börn geta fengið og vinnur gegn kvíða og streitumyndun alla ævi. Sverrir Norland rithöfundur deilir reynslusögu af fjölskyldu sinni og gefur ákveðna innsýn í hark ungra foreldra með tvö börn undir fimm ára aldri. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra. Líklegt er að hann ræði um árangur núverandi ríkisstjórnar og áframhaldandi stefnu félagsmálaráðuneytis í málefnum ungbarna. Matthías Ólafsson, meðstjórnandi í Fyrstu fimm, er umræðustjóri og verður einnig með erindi um stefnu Fyrstu fimm og persónulega reynslu sína við feðrahlutverkinu. Pop-up leikvöllur Foreldrum er gert kleift á þessu málþingi að mæta með börn sín. Inni á Kaffi Dal er afmarkað leiksvæði þar sem börn geta leikið sér, í fylgd með fullorðnum. Á tjaldsvæði í hæfilegri fjarlægð frá málþinginu verður pop-up leikvöllur Meðvitaðra foreldra. Hugmyndin með barnvænu málþingi er að foreldrar geti mætt á málþingið en samt haft barnið í forgangi. Ef barnið kýs að vera á leiksvæði getur foreldri haft málþingið í eyranu í gegnum útsendinguna hér á Vísi en hún gerir foreldrum vitanlega líka kleift að hlusta að heiman.
Börn og uppeldi Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira