Telja fleiri en 350.000 manns líða hungur í Tigray Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 12:03 Flóttafólk í Tigray bíður eftir að fá mataraðstoð í Mekele. AP/Ben Curtis Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök áætla nú að fleiri en 350.000 líði hungur í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. Milljónir til viðbótar séu í hættu á hungursneyð sem er þegar sú versta í heiminum í áratug. Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira