Ítalir hafa ekki tapað landsleik í 33 mánuði og byrja EM á heimavelli í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 15:34 Leonardo Bonucci fagnar Lorenzo Insigne eftir að sá síðarnefndi hafði skorað á móti Tékkum. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Það verður svakaleg sigurganga undir í kvöld þegar opnunarleikur Evrópumótsins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Rómarborg. Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira