Ríkið gerir sátt við fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 07:48 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. Vísir/Epa Íslenska ríkið hefur gert dómsátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og hefur mál hans verið fellt niður hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna þessa. Samkvæmt sáttinni fær hann 15 þúsund evrur í bætur, um 2,2 milljónir króna. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag, en til stóð að Mannréttindadómstóllinn tæki mál hans til efnislegrar meðferðar síðasta sumar. Með sáttinni afsalar Magnús sér rétti til að gera frekari kröfur á hendur ríkinu í málinu og ríkið viðurkennir að brotið hafi verið á rétti Magnúsar til réttlátrar málsmeðferðar. Magnús getur í óskað eftir endurupptöku á grunni núgildandi laga. Bankastjórinn fyrrverandi var sakfelldur fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun og umboðssvik í svokölluðu Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Þar hafði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið snúið við að hluta þar sem einhverjum ákæruliðum hafði verið vísað frá dómi en hann annars sýknaður. Hæstiréttur sakfelldi Magnús og fleiri á sínum tíma. Magnúsi var hins vegar ekki gerð frekari refsing, en hann hafði áður hlotið fjögurra og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Al Thani málinu svokallaða. Deilt um hæfi dómara Magnús kærði málið til Mannréttindadómstólsins á þeim grunni að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf til að fella dóm á mál hans vegna starfa sona þeirra. Sagði að sonur Ingveldar hafi verið aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og sonur Þorgeirs starfaði sem yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings. Í kærunni var sömuleiðis vísað í hlutabréfaeign fjögurra dómara við Hæstarétt. Þetta er ekki fyrsta málið þar sem íslenska ríkið viðurkennir að menn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í tengslum við dóma sem féllu hérlendis vegna hrunmála. Í mars var til að mynda sagt frá því að ríkið hafi greitt fimm Íslendingum – þeim Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni – bætur og felldi Mannréttindadómstóllinn málin niður í kjölfarið. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00 Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag, en til stóð að Mannréttindadómstóllinn tæki mál hans til efnislegrar meðferðar síðasta sumar. Með sáttinni afsalar Magnús sér rétti til að gera frekari kröfur á hendur ríkinu í málinu og ríkið viðurkennir að brotið hafi verið á rétti Magnúsar til réttlátrar málsmeðferðar. Magnús getur í óskað eftir endurupptöku á grunni núgildandi laga. Bankastjórinn fyrrverandi var sakfelldur fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun og umboðssvik í svokölluðu Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Þar hafði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið snúið við að hluta þar sem einhverjum ákæruliðum hafði verið vísað frá dómi en hann annars sýknaður. Hæstiréttur sakfelldi Magnús og fleiri á sínum tíma. Magnúsi var hins vegar ekki gerð frekari refsing, en hann hafði áður hlotið fjögurra og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Al Thani málinu svokallaða. Deilt um hæfi dómara Magnús kærði málið til Mannréttindadómstólsins á þeim grunni að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf til að fella dóm á mál hans vegna starfa sona þeirra. Sagði að sonur Ingveldar hafi verið aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og sonur Þorgeirs starfaði sem yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings. Í kærunni var sömuleiðis vísað í hlutabréfaeign fjögurra dómara við Hæstarétt. Þetta er ekki fyrsta málið þar sem íslenska ríkið viðurkennir að menn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í tengslum við dóma sem féllu hérlendis vegna hrunmála. Í mars var til að mynda sagt frá því að ríkið hafi greitt fimm Íslendingum – þeim Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni – bætur og felldi Mannréttindadómstóllinn málin niður í kjölfarið.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00 Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00
Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04