Orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen reyndist ekki á rökum reistur Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2021 18:43 Bóluefnaröð við Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Rúmlega kílómetra löng röð myndaðist við Laugardalshöll í dag þar sem bólusett var með Jansen bóluefninu. Aðeins helmings heimtur fengust úr boðun í morgun og var því gripið til skyndiboðunar til fleiri árganga. Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira