Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 16:41 Hér má sjá stærð hálendisþjóðgarðsins miðað við frumvarpið en þegar friðlýst svæði eru gullituð. Þjóðgarðurinn næði yfir 30% landsins. Ekkert virðist ætla að verða af afgreiðslu málsins á þessu þingi. Vísir Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Þar með virðist ljóst að frumvarpið dagi uppi á þessu þingi. Stjórn Landvernar sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag þar sem hún segir tillöguna um að senda málið aftur til ríkisstjórnarinnar vonbrigði. Stofnun þjóðgarðsins sé í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. „Þingið hefur með framgöngu sinni hunsað stjórnarsáttmálann, látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum eins og væntingar stóðu til og komið í veg fyrir að hægt væri að ná mikilvægum áfanga í íslenskri náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segist hafa átt von á því Alþingi færi vel og vandlega yfir allar umsagnir, lagfærði það í frumvarpinu sem betur mætti fara, svo víðtæk sátt gæti náðst um málið og gæfi svo þjóðinni Hálendisþjóðgarð í sumargjöf. Þær vonir hafi brugðist. „En málefnið er stærra en svo að getuleysi Alþingis nú stöðvi framvindu þess. Næsta víst er að þjóðin mun fá þann Hálendisþjóðgarð sem víðtækur stuðningur er við. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Umhverfismál Alþingi Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04 Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31 Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Þar með virðist ljóst að frumvarpið dagi uppi á þessu þingi. Stjórn Landvernar sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag þar sem hún segir tillöguna um að senda málið aftur til ríkisstjórnarinnar vonbrigði. Stofnun þjóðgarðsins sé í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. „Þingið hefur með framgöngu sinni hunsað stjórnarsáttmálann, látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum eins og væntingar stóðu til og komið í veg fyrir að hægt væri að ná mikilvægum áfanga í íslenskri náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segist hafa átt von á því Alþingi færi vel og vandlega yfir allar umsagnir, lagfærði það í frumvarpinu sem betur mætti fara, svo víðtæk sátt gæti náðst um málið og gæfi svo þjóðinni Hálendisþjóðgarð í sumargjöf. Þær vonir hafi brugðist. „En málefnið er stærra en svo að getuleysi Alþingis nú stöðvi framvindu þess. Næsta víst er að þjóðin mun fá þann Hálendisþjóðgarð sem víðtækur stuðningur er við. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.
Umhverfismál Alþingi Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04 Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31 Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04
Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10