Birkir, Rooney og Pirlo költhetjur EM: „Líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 09:31 Birkir Már Sævarsson stóð í ströngu á móti Raheem Sterling á EM 2016. Getty/Alex Livesey Birkir Már Sævarsson er í hópi ellefu mestu „költhetja“ í sögu Evrópumótsins í fótbolta. Það er að minnsta kosti mat tímaritsins Four Four Two. Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki