Hörð keppni um gullskóinn á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 08:01 Romelu Lukaku, Kylian Mbappé og Harry Kane eru allir líklegir til að skora mörk á EM. EPA Harry Kane, Romelu Lukaku og Kylian Mbappé eru efstir á blaði hjá veðbönkum yfir þá sem eru taldir líklegastir til að vinna gullskóinn á Evrópumótinu í fótbolta. Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira