Karlar fæddir 1988 og 1986 hafa verið boðaðir aukalega og konur fæddar árið 2002.
Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu.
Bólusett er með bóluefni Janssen í dag og stendur til að koma út 10 þúsund skömmtum.
Í dag var haldið er áfram með starfsmenn í skólum og árgangshópa, og svo karla fædda 1984, 1977, 1997, 1985, 1976 og konur fæddar 2000, 1981, 1980, 1988.