Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júní 2021 18:50 Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. vísir Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðustu viku eftir ábendingar um að hann hefði sett sig í samband við stúlkurnar fimm og viðhaft við þær kynferðislegt tal. Þá á hann ítrekað að hafa reynt að mæla sér mót við stúlkurnar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Heldur brotunum áfram Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál af þessum toga sé á borði lögreglu. Hann geti þó ekki veitt frekari upplýsingar. Ævar Pálmi Pálmasson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Heimildir fréttastofu herma að sími og tölva mannsins hafi verið gerð upptæk af lögreglu í síðustu viku en að það hafi þó ekki komið í veg fyrir að hann héldi brotum sínum áfram. Fjölmargar tilkynningar frá foreldrum hafi borist lögreglu vegna mannsins á síðustu dögum. „64 ára, myndarlegur og góður maður“ Meðal annars tilkynning frá móður sem tók málin í sínar hendur. Hún hóf samtal við manninnn á samskiptamiðlinum Snapchat á föstudag í síðustu viku. Móðirin þóttist vera 16 ára stúlka. Maðurinn greindi þá frá því að hann væri 64 ára, myndarlegur og góður maður. Þá viðhafði hann kynferðislegt tal og reyndi að mæla sér mót við þann sem hann hélt að væri 16 ára stúlka. Maðurinn segist vera 64 ára, „myndarlegur og góður“.vísir Aðspurður segir Ævar að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. Lögregla fylgist þó vel með og það sé mikilvægt að fólk tilkynni brot sem þessi tafarlaust til lögreglu. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðustu viku eftir ábendingar um að hann hefði sett sig í samband við stúlkurnar fimm og viðhaft við þær kynferðislegt tal. Þá á hann ítrekað að hafa reynt að mæla sér mót við stúlkurnar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Heldur brotunum áfram Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál af þessum toga sé á borði lögreglu. Hann geti þó ekki veitt frekari upplýsingar. Ævar Pálmi Pálmasson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Heimildir fréttastofu herma að sími og tölva mannsins hafi verið gerð upptæk af lögreglu í síðustu viku en að það hafi þó ekki komið í veg fyrir að hann héldi brotum sínum áfram. Fjölmargar tilkynningar frá foreldrum hafi borist lögreglu vegna mannsins á síðustu dögum. „64 ára, myndarlegur og góður maður“ Meðal annars tilkynning frá móður sem tók málin í sínar hendur. Hún hóf samtal við manninnn á samskiptamiðlinum Snapchat á föstudag í síðustu viku. Móðirin þóttist vera 16 ára stúlka. Maðurinn greindi þá frá því að hann væri 64 ára, myndarlegur og góður maður. Þá viðhafði hann kynferðislegt tal og reyndi að mæla sér mót við þann sem hann hélt að væri 16 ára stúlka. Maðurinn segist vera 64 ára, „myndarlegur og góður“.vísir Aðspurður segir Ævar að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. Lögregla fylgist þó vel með og það sé mikilvægt að fólk tilkynni brot sem þessi tafarlaust til lögreglu.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira