Ók Angjelin í Rauðagerði en segist ekkert hafa vitað um tilganginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2021 16:00 Fjöldi karla og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknin á morðinu í Rauðagerði. Fjögur voru á endanum ákærð. Vísir/vilhelm Shpetim Qerimi, einn fjögurra sem ákærður er fyrir manndráp í Rauðagerðismálinu svokallaða, hefur verið úrskurðaður í farbann til 1. október. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í september. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara um farbannið á dögunum. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Angjelin er gefið að sök að hafa skotið Armando Bequiri níu skotum og svo gefa Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni. Auk Shpetim og Angjelin eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvahlo ákærð fyrir manndráp. Ákæruvaldið byggir á því að um verkskipta aðild fjögurra ákærðu hafi verið að ræða. Murat og Claudia hafi fylgst með ferðum bíls og komið skilaboðum áfram er varðaði ferðir Armando. Fjallað var um málið í Kompás í maí þar sem rætt var við ekkju Armando. Ótrúverðugur framburður Í kröfu sinni fyrir farbanni benti saksóknari á að framburður Shpetim hafi verið ótrúverðugur varðandi atburðarásina 13. febrúar. Hann viðurkenni að hafa ekið með Angjelin í Rauðagerði en ekki vita hver hafi búið þar eða hvað stæði til. Er þessi framburður að mati ákæruvaldsins ótrúverðugur sérstaklega í ljósi þess að ákærði hafði komið á heimili Armando auk þess sem hann ók með Murat fyrr um daginn áður en hann hitti Angjelin. Þeir Murat hafi gefið ótrúverðugar og ósamhljóða skýringar á þeirri samverustund. Þá liggi fyrir að 12. febrúar, degi fyrir morðið, hittust Shpetim og Angjelin þar sem Shpetim og Claudia tóku við tösku frá Angjelin sem í var byssa. Geymdi Shpetim töskuna til næsta dags. Shpetim hafi sagst ekki hafa vitað hvað var í töskunni en það telur ákæruvaldið ótrúverðugt. Byssa með hljóðdeyfi upp á 40 sentímetra Ákæruvaldið bendir einnig á að Angjelin fór úr bílnum sem ákærði ók vopnaður skammbyssu og hljóðdeyfi og kom til baka í bílinn með þetta samsett og setti á gólf bifreiðarinnar. Lengd byssunnar með hljóðdeyfi sé rúmir 40 sentímetrar. Því sé ekki mjög trúverðugt að Shpetim hafi ekki vitað hvað til stóð. Shpetim lauk afplánun vegna annars máls þann 3. júní. Saksóknari benti á að hann væri erlendur ríkisborgari og gefið að sök alvarlegt brot þar sem viðurlögin eru þung fangelsisvist. Mikil hætta sé á að hann hafi úr landi til að koma sér undan fangelsi. Því þurfi hann að sæta farbanni. Leó Daðason er verjandi Shpetim.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur taldi framlögð gögn sýna ótvírætt að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um aðild að þeim verknaði sem lögregla rannsakar. Þá gæti Shpetim torveldað rannsókn málsins eigi hann þess kost að komast úr landi á þessu stigi rannsóknarinnar. Því var fallist á beiðni saksóknara. Leó Daðason, lögmaður Shpetim, kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á niðurstöðu héraðsdóms. Shpetim þarf því að sæta farbanni til 1. október. Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara um farbannið á dögunum. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Angjelin er gefið að sök að hafa skotið Armando Bequiri níu skotum og svo gefa Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni. Auk Shpetim og Angjelin eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvahlo ákærð fyrir manndráp. Ákæruvaldið byggir á því að um verkskipta aðild fjögurra ákærðu hafi verið að ræða. Murat og Claudia hafi fylgst með ferðum bíls og komið skilaboðum áfram er varðaði ferðir Armando. Fjallað var um málið í Kompás í maí þar sem rætt var við ekkju Armando. Ótrúverðugur framburður Í kröfu sinni fyrir farbanni benti saksóknari á að framburður Shpetim hafi verið ótrúverðugur varðandi atburðarásina 13. febrúar. Hann viðurkenni að hafa ekið með Angjelin í Rauðagerði en ekki vita hver hafi búið þar eða hvað stæði til. Er þessi framburður að mati ákæruvaldsins ótrúverðugur sérstaklega í ljósi þess að ákærði hafði komið á heimili Armando auk þess sem hann ók með Murat fyrr um daginn áður en hann hitti Angjelin. Þeir Murat hafi gefið ótrúverðugar og ósamhljóða skýringar á þeirri samverustund. Þá liggi fyrir að 12. febrúar, degi fyrir morðið, hittust Shpetim og Angjelin þar sem Shpetim og Claudia tóku við tösku frá Angjelin sem í var byssa. Geymdi Shpetim töskuna til næsta dags. Shpetim hafi sagst ekki hafa vitað hvað var í töskunni en það telur ákæruvaldið ótrúverðugt. Byssa með hljóðdeyfi upp á 40 sentímetra Ákæruvaldið bendir einnig á að Angjelin fór úr bílnum sem ákærði ók vopnaður skammbyssu og hljóðdeyfi og kom til baka í bílinn með þetta samsett og setti á gólf bifreiðarinnar. Lengd byssunnar með hljóðdeyfi sé rúmir 40 sentímetrar. Því sé ekki mjög trúverðugt að Shpetim hafi ekki vitað hvað til stóð. Shpetim lauk afplánun vegna annars máls þann 3. júní. Saksóknari benti á að hann væri erlendur ríkisborgari og gefið að sök alvarlegt brot þar sem viðurlögin eru þung fangelsisvist. Mikil hætta sé á að hann hafi úr landi til að koma sér undan fangelsi. Því þurfi hann að sæta farbanni. Leó Daðason er verjandi Shpetim.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur taldi framlögð gögn sýna ótvírætt að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um aðild að þeim verknaði sem lögregla rannsakar. Þá gæti Shpetim torveldað rannsókn málsins eigi hann þess kost að komast úr landi á þessu stigi rannsóknarinnar. Því var fallist á beiðni saksóknara. Leó Daðason, lögmaður Shpetim, kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á niðurstöðu héraðsdóms. Shpetim þarf því að sæta farbanni til 1. október.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira