Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2021 12:17 Hannes er ósáttur við að hafa ekki komist að í bólusetningu, seinni sprautuna, í morgun. Hann þarf að fara til útlanda í næstu viku til að halda tvo fyrirlestra. „En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes vísir/vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. „Ég var einn þeirra, sem mættu í Laugardalshöll í góðri trú klukkan níu í morgun, strax og var opnað, en varð frá að hverfa,“ segir Hannes heldur gramur á Facebook-síðu sinni. Sama átti við um blaðamann Vísis sem hér skrifar. Hann hafði fengið ábendingu um að verið væri að koma út aukaskömmtum af AstraZeneca í morgun. En því miður virðast allir landsmenn hafa fengið þessa sömu ábendingu. Eftir að hafa beðið í bílaröð á Suðurlandsbrautinni lengi vel og komið var að beygjuljósum niður í Laugardal var ljóst hæpið var að þetta myndi ganga. Biðröðin var löng. Þegar fyrir lá að blaðamaður, sem hefur antípat á bæði biðröðum og sprautum og rigna tók að auki á mannskapinn, var aðeins um það eitt að ræða að snúa frá. Hannes Hólmsteinn fékk fyrri skammtinn af AstraZeneca fyrir átta vikum. „Ég þarf að fara til útlanda í næstu viku að halda tvo fyrirlestra. En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes og bætir því við að það hafi verið þótt þeir farar gætu ekki komið fram opinberlega, af því að þeir báru með sér smit. Hannes segir að ef rétt hefði verið haldið á málum hefðu allir Íslendingar nú getað verið bólusettir. „Þess í stað lét Svandís sér nægja að taka númer á biðstofu Evrópusambandsins og settist og beið. Og beið.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég var einn þeirra, sem mættu í Laugardalshöll í góðri trú klukkan níu í morgun, strax og var opnað, en varð frá að hverfa,“ segir Hannes heldur gramur á Facebook-síðu sinni. Sama átti við um blaðamann Vísis sem hér skrifar. Hann hafði fengið ábendingu um að verið væri að koma út aukaskömmtum af AstraZeneca í morgun. En því miður virðast allir landsmenn hafa fengið þessa sömu ábendingu. Eftir að hafa beðið í bílaröð á Suðurlandsbrautinni lengi vel og komið var að beygjuljósum niður í Laugardal var ljóst hæpið var að þetta myndi ganga. Biðröðin var löng. Þegar fyrir lá að blaðamaður, sem hefur antípat á bæði biðröðum og sprautum og rigna tók að auki á mannskapinn, var aðeins um það eitt að ræða að snúa frá. Hannes Hólmsteinn fékk fyrri skammtinn af AstraZeneca fyrir átta vikum. „Ég þarf að fara til útlanda í næstu viku að halda tvo fyrirlestra. En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes og bætir því við að það hafi verið þótt þeir farar gætu ekki komið fram opinberlega, af því að þeir báru með sér smit. Hannes segir að ef rétt hefði verið haldið á málum hefðu allir Íslendingar nú getað verið bólusettir. „Þess í stað lét Svandís sér nægja að taka númer á biðstofu Evrópusambandsins og settist og beið. Og beið.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00