Leikmenn smitaðir í liðum sem eiga að mætast á EM á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 08:01 Dejan Kulusevski og Diego Llorente missa af leiknum mikilvæga á milli Svíþjóðar og Spánar á mánudagskvöld. Samsett/Getty Spánn og Svíþjóð eiga að mætast í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta á mánudagskvöld í Sevilla. Nú hafa tvö kórónuveirusmit greinst hjá hvoru liði. Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira