Vilja fjarlægja minningu um hörmulega atburði og reisa eitthvað fallegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 19:16 Húsið hefur staðið nánast óhreyft frá því það brann 25. júní á síðasta ári. Vísir/Egill Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel. „Við fengum starfsleyfi á fimmtudaginn og í gær fengum við leyfi til að þrengja götur og tryggja öryggi á svæðinu. Við byrjuðum bara um leið og þau mál voru í höfn,“ segir Runólfur Ágústsson, talsmaður Þorpsins vistfélags, sem keypti Bræðraborgarstíg 1 og 3 í janúar á þessu ári. Niðurrif á Bræðraborgarstíg 1 hófst um klukkan fjögur síðdegis í dag. Hann segir að fljótlega eftir kaupin hafi verið falast eftir leyfi til að fá að hefja framkvæmdir á svæðinu. „Þetta er náttúrulega langt ferli. Blessunarlega er það þannig að svona atburðir eru ekki að gerast á hverjum degi, þannig að það eru kannski ekki til skýrir verkferlar og þess vegna tekur þetta svona langan tíma,“ segir Runólfur. Hann segir marga koma að málinu og leyfisveitingum í tengslum við það. Nefnir þar byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlitið, umhverfisráðuneytið, tryggingafélög og fleiri. Nýtt búsetuform fyrir eldri konur Runólfur hefur áður nefnt að áætlað sé að framkvæmdum varðandi niðurrif hússins verði lokið 17. júní og þá verði búið að jafna það við jörðu. Hann segist vona að þau áform gangi eftir og að unnið sé eins hratt og hægt er. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta taki að minnsta kosti ekki lengri tíma en tvær vikur. Við erum með átta vikna ramma sem við höfum til þess að klára þetta, en við erum að gera ráð fyrir að vinna þetta bara eins hratt og hægt er.“ Þar sem húsið stóð áður mun rísa nýtt hús sem hugsað verður sem húsnæðismöguleiki fyrir eldri konur og byggir á hugmynd sem kallast „baba yaga.“ „Smáíbúðir fyrir eldri konur, femínista, með mikilli sameign. Við erum að vinna þetta í samstarfi við félagsskap sem kallar sig Femínistar 60 plús.“ Runólfur segir að um sé að ræða búsetuform sem hefur rutt sér til rúms á Norðurlöndum, þar sem eldra fólk taki sig til og búi með fólki sem það eigi eitthvað sameiginlegt með. Í þessu tilfelli séu það lífsskoðanir sem ráði för, en Runólfur segir að allur gangur sé á því út frá hverju fólk sem kýs þetta búsetuform velji að byggja sambúðina á. „Til dæmis bara golf, eða hestar eða eitthvað. Þetta er svona kjarnasamfélagshugsjón svokölluð.“ Framkvæmdir við að rífa húsið að Bræðraborgarstíg 1 hófust í dag.Vísir/Egill Vilja reisa eitthvað gott og fallegt Runólfur segist merkja ákveðinn létti hjá fólki í nágrenni Bræðraborgarstígs 1, nú þegar framkvæmdir við að framkvæma brunarústirnar eru hafnar. „Þetta er búið að vera mein þarna og minning um hörmulega atburði. Okkar markmið er að klára þetta hratt og vel um leið og við fengum þessar heimildir, að rífa og þrífa.“ Runólfur segir að síðan verði ráðist beint í uppbyggingu. Markmiðið sé að á svæðinu rísi eitthvað gott og fallegt, sem mótvægi við þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað í húsinu á síðasta ári. „Ég held að við getum sýnt þeim einstaklingum sem þarna misstu lífið mesta virðingu með því,“ segir Runólfur. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
„Við fengum starfsleyfi á fimmtudaginn og í gær fengum við leyfi til að þrengja götur og tryggja öryggi á svæðinu. Við byrjuðum bara um leið og þau mál voru í höfn,“ segir Runólfur Ágústsson, talsmaður Þorpsins vistfélags, sem keypti Bræðraborgarstíg 1 og 3 í janúar á þessu ári. Niðurrif á Bræðraborgarstíg 1 hófst um klukkan fjögur síðdegis í dag. Hann segir að fljótlega eftir kaupin hafi verið falast eftir leyfi til að fá að hefja framkvæmdir á svæðinu. „Þetta er náttúrulega langt ferli. Blessunarlega er það þannig að svona atburðir eru ekki að gerast á hverjum degi, þannig að það eru kannski ekki til skýrir verkferlar og þess vegna tekur þetta svona langan tíma,“ segir Runólfur. Hann segir marga koma að málinu og leyfisveitingum í tengslum við það. Nefnir þar byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlitið, umhverfisráðuneytið, tryggingafélög og fleiri. Nýtt búsetuform fyrir eldri konur Runólfur hefur áður nefnt að áætlað sé að framkvæmdum varðandi niðurrif hússins verði lokið 17. júní og þá verði búið að jafna það við jörðu. Hann segist vona að þau áform gangi eftir og að unnið sé eins hratt og hægt er. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta taki að minnsta kosti ekki lengri tíma en tvær vikur. Við erum með átta vikna ramma sem við höfum til þess að klára þetta, en við erum að gera ráð fyrir að vinna þetta bara eins hratt og hægt er.“ Þar sem húsið stóð áður mun rísa nýtt hús sem hugsað verður sem húsnæðismöguleiki fyrir eldri konur og byggir á hugmynd sem kallast „baba yaga.“ „Smáíbúðir fyrir eldri konur, femínista, með mikilli sameign. Við erum að vinna þetta í samstarfi við félagsskap sem kallar sig Femínistar 60 plús.“ Runólfur segir að um sé að ræða búsetuform sem hefur rutt sér til rúms á Norðurlöndum, þar sem eldra fólk taki sig til og búi með fólki sem það eigi eitthvað sameiginlegt með. Í þessu tilfelli séu það lífsskoðanir sem ráði för, en Runólfur segir að allur gangur sé á því út frá hverju fólk sem kýs þetta búsetuform velji að byggja sambúðina á. „Til dæmis bara golf, eða hestar eða eitthvað. Þetta er svona kjarnasamfélagshugsjón svokölluð.“ Framkvæmdir við að rífa húsið að Bræðraborgarstíg 1 hófust í dag.Vísir/Egill Vilja reisa eitthvað gott og fallegt Runólfur segist merkja ákveðinn létti hjá fólki í nágrenni Bræðraborgarstígs 1, nú þegar framkvæmdir við að framkvæma brunarústirnar eru hafnar. „Þetta er búið að vera mein þarna og minning um hörmulega atburði. Okkar markmið er að klára þetta hratt og vel um leið og við fengum þessar heimildir, að rífa og þrífa.“ Runólfur segir að síðan verði ráðist beint í uppbyggingu. Markmiðið sé að á svæðinu rísi eitthvað gott og fallegt, sem mótvægi við þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað í húsinu á síðasta ári. „Ég held að við getum sýnt þeim einstaklingum sem þarna misstu lífið mesta virðingu með því,“ segir Runólfur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira