Vilja fjarlægja minningu um hörmulega atburði og reisa eitthvað fallegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 19:16 Húsið hefur staðið nánast óhreyft frá því það brann 25. júní á síðasta ári. Vísir/Egill Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel. „Við fengum starfsleyfi á fimmtudaginn og í gær fengum við leyfi til að þrengja götur og tryggja öryggi á svæðinu. Við byrjuðum bara um leið og þau mál voru í höfn,“ segir Runólfur Ágústsson, talsmaður Þorpsins vistfélags, sem keypti Bræðraborgarstíg 1 og 3 í janúar á þessu ári. Niðurrif á Bræðraborgarstíg 1 hófst um klukkan fjögur síðdegis í dag. Hann segir að fljótlega eftir kaupin hafi verið falast eftir leyfi til að fá að hefja framkvæmdir á svæðinu. „Þetta er náttúrulega langt ferli. Blessunarlega er það þannig að svona atburðir eru ekki að gerast á hverjum degi, þannig að það eru kannski ekki til skýrir verkferlar og þess vegna tekur þetta svona langan tíma,“ segir Runólfur. Hann segir marga koma að málinu og leyfisveitingum í tengslum við það. Nefnir þar byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlitið, umhverfisráðuneytið, tryggingafélög og fleiri. Nýtt búsetuform fyrir eldri konur Runólfur hefur áður nefnt að áætlað sé að framkvæmdum varðandi niðurrif hússins verði lokið 17. júní og þá verði búið að jafna það við jörðu. Hann segist vona að þau áform gangi eftir og að unnið sé eins hratt og hægt er. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta taki að minnsta kosti ekki lengri tíma en tvær vikur. Við erum með átta vikna ramma sem við höfum til þess að klára þetta, en við erum að gera ráð fyrir að vinna þetta bara eins hratt og hægt er.“ Þar sem húsið stóð áður mun rísa nýtt hús sem hugsað verður sem húsnæðismöguleiki fyrir eldri konur og byggir á hugmynd sem kallast „baba yaga.“ „Smáíbúðir fyrir eldri konur, femínista, með mikilli sameign. Við erum að vinna þetta í samstarfi við félagsskap sem kallar sig Femínistar 60 plús.“ Runólfur segir að um sé að ræða búsetuform sem hefur rutt sér til rúms á Norðurlöndum, þar sem eldra fólk taki sig til og búi með fólki sem það eigi eitthvað sameiginlegt með. Í þessu tilfelli séu það lífsskoðanir sem ráði för, en Runólfur segir að allur gangur sé á því út frá hverju fólk sem kýs þetta búsetuform velji að byggja sambúðina á. „Til dæmis bara golf, eða hestar eða eitthvað. Þetta er svona kjarnasamfélagshugsjón svokölluð.“ Framkvæmdir við að rífa húsið að Bræðraborgarstíg 1 hófust í dag.Vísir/Egill Vilja reisa eitthvað gott og fallegt Runólfur segist merkja ákveðinn létti hjá fólki í nágrenni Bræðraborgarstígs 1, nú þegar framkvæmdir við að framkvæma brunarústirnar eru hafnar. „Þetta er búið að vera mein þarna og minning um hörmulega atburði. Okkar markmið er að klára þetta hratt og vel um leið og við fengum þessar heimildir, að rífa og þrífa.“ Runólfur segir að síðan verði ráðist beint í uppbyggingu. Markmiðið sé að á svæðinu rísi eitthvað gott og fallegt, sem mótvægi við þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað í húsinu á síðasta ári. „Ég held að við getum sýnt þeim einstaklingum sem þarna misstu lífið mesta virðingu með því,“ segir Runólfur. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
„Við fengum starfsleyfi á fimmtudaginn og í gær fengum við leyfi til að þrengja götur og tryggja öryggi á svæðinu. Við byrjuðum bara um leið og þau mál voru í höfn,“ segir Runólfur Ágústsson, talsmaður Þorpsins vistfélags, sem keypti Bræðraborgarstíg 1 og 3 í janúar á þessu ári. Niðurrif á Bræðraborgarstíg 1 hófst um klukkan fjögur síðdegis í dag. Hann segir að fljótlega eftir kaupin hafi verið falast eftir leyfi til að fá að hefja framkvæmdir á svæðinu. „Þetta er náttúrulega langt ferli. Blessunarlega er það þannig að svona atburðir eru ekki að gerast á hverjum degi, þannig að það eru kannski ekki til skýrir verkferlar og þess vegna tekur þetta svona langan tíma,“ segir Runólfur. Hann segir marga koma að málinu og leyfisveitingum í tengslum við það. Nefnir þar byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlitið, umhverfisráðuneytið, tryggingafélög og fleiri. Nýtt búsetuform fyrir eldri konur Runólfur hefur áður nefnt að áætlað sé að framkvæmdum varðandi niðurrif hússins verði lokið 17. júní og þá verði búið að jafna það við jörðu. Hann segist vona að þau áform gangi eftir og að unnið sé eins hratt og hægt er. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta taki að minnsta kosti ekki lengri tíma en tvær vikur. Við erum með átta vikna ramma sem við höfum til þess að klára þetta, en við erum að gera ráð fyrir að vinna þetta bara eins hratt og hægt er.“ Þar sem húsið stóð áður mun rísa nýtt hús sem hugsað verður sem húsnæðismöguleiki fyrir eldri konur og byggir á hugmynd sem kallast „baba yaga.“ „Smáíbúðir fyrir eldri konur, femínista, með mikilli sameign. Við erum að vinna þetta í samstarfi við félagsskap sem kallar sig Femínistar 60 plús.“ Runólfur segir að um sé að ræða búsetuform sem hefur rutt sér til rúms á Norðurlöndum, þar sem eldra fólk taki sig til og búi með fólki sem það eigi eitthvað sameiginlegt með. Í þessu tilfelli séu það lífsskoðanir sem ráði för, en Runólfur segir að allur gangur sé á því út frá hverju fólk sem kýs þetta búsetuform velji að byggja sambúðina á. „Til dæmis bara golf, eða hestar eða eitthvað. Þetta er svona kjarnasamfélagshugsjón svokölluð.“ Framkvæmdir við að rífa húsið að Bræðraborgarstíg 1 hófust í dag.Vísir/Egill Vilja reisa eitthvað gott og fallegt Runólfur segist merkja ákveðinn létti hjá fólki í nágrenni Bræðraborgarstígs 1, nú þegar framkvæmdir við að framkvæma brunarústirnar eru hafnar. „Þetta er búið að vera mein þarna og minning um hörmulega atburði. Okkar markmið er að klára þetta hratt og vel um leið og við fengum þessar heimildir, að rífa og þrífa.“ Runólfur segir að síðan verði ráðist beint í uppbyggingu. Markmiðið sé að á svæðinu rísi eitthvað gott og fallegt, sem mótvægi við þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað í húsinu á síðasta ári. „Ég held að við getum sýnt þeim einstaklingum sem þarna misstu lífið mesta virðingu með því,“ segir Runólfur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira