Að vernda virðuleika flóttafólks Toshiki Toma skrifar 8. júní 2021 11:31 Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks. Ég hef verið í miklum samskiptum við hælisleitendur síðustu ár, sem prestur innflytjenda og flóttafólks, og þess vegna hafa þessar spurningar leitað á mig. Kirkjan hefur margs konar tækifæri til að veita hælisleitendum aðstoð eins og helgihald, bænasamkoma, kristinfræði fyrir fólk sem óskar þess og sálgæsla. En þegar ég velti því fyrir mér hver kjarni þjónustunnar við hælisleitendur síðustu ár hefur verið t.d. hjá mér sjálfum, þá má segja að það sé að hjálpa manneskju að halda í eigin virðuleika.,,Að vera á flótta" er hvorki titill manneskju né tegund. Það er aðeins staða sem mannskja lendir í við ákveðnar aðstæður. Mannneskjan sjálf er óbreytt hvort sem hún er á flótta eða ekki.Engu að síður gæti manneskja glatað sjálfsmynd sína, sálarfriði og virðuleika á meðan hún er á flótta. Flóttafólk tapar heimalandi sínu, skilur oftast eftir fjölskyldu og æskuvini og síðan gæti það fengið margfalda synjun í landi þar sem það sækir um hæli. Það er afar skiljanlegt að manneskja glati eða byrjar að glata trausti á sjálfum sér og eigin virðuleika í slíku ferli. Oftast þjáist fólk á flótta af pirringi, þunglyndi og hefur jafnvel hugmyndir um að skaða sjálft sig. Því er það nauðsynlegt fyrst og fremst fyrir okkur að finna ,,manneskjuna sjálfa" í hinum svokallaða flokki ,,flóttafólks“. Það er mikilvægt að aðstoða manneskju svo að hún geti viðhaldið sjálfstrausti og glati ekki virðuleika sínum. ,,Þú ert mikilvæg manneskja. Virðuleiki þinn breytist ekki hvar sem þú ert." Þetta er kjarni þjónustu minnar við hælisleitendur. Og hér tengist beint við hin spurningin: ,,Hvers vegna á kirkjan að veita hælisleitendum aðstoð?" Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus. Í nútíma samfélagi okkar eru kraftar sem reyna að neita þessari blessun Guðs til sérhverrar manneskju. Slíkur kraftur er t.d. afmennskun. Afmennskun er að neita virðuleika manneskjunnar og sjá þær sem hluti. Afmennskun er oft tengt við fjöldamorð eins og t.d. nasistarnar gerðu við gyðinga og undirmálsfólk í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar maður hagar sér mjög illa gagnvart öðrum, þarf maður að réttlæta framkomu sína með því að hætta að sjá aðra sem manneskjur. En afmennskun er ekki aðeins mál sem tengist fjöldamorðum heldur gerist hún jafnvel í kringum okkur í hversdagslífi okkar. Fyrir tveimur árum mótmæltu hælisleitendur á Austurvelli. Nokkrir þekktir menn eins og fyrrum ráðherra eða alþingismenn töluðu niður þá, og eftir það flæddu ljót orð í garð flóttamanna í samfélagsmiðlunum eins og „hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“ eða „láta hengja sig“. Margt fólk skildi og taldi að það mætti tala svona illa um hælisleitendur af því að leiðtogar samfélgsins töluðu í sama tóni. Nú gerist hið sama enn og aftur. Útlendingastofnun sendir hóp hælisleitenda á götuna. Hugmyndin að baki þessarar aðgerðar er sú: ,,Við megum gera það þegar um hælisleitendur eru að ræða." Formaður Miðflókksins ávarpaði landsþings flokksins um daginn og sagði eins og að hælisleitendur ,,koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“ Með þessu gefur hann í skyn að allir hælisleitendur væru meðlimir glæpasamtaka. Allt slíkt er hluti af tilraun afmennskunar. Með því að tala stöðugt niður ákveðinn hóp fólks í samfélaginu og með því að haga sér við hann á þann hátt sem er allt öðruvísi en við aðra í samfélaginu, reynir viðkomandi að taka mennskuna af ákveðnum hópi fólks. Slíkt er ljót gjörð. Slíkt er hættuleg gjörð. Tilraun afmennskunar er ekki aðeins hættuleg fyrir þær sakir að ákveðinn hópur verður skotmark geranda, heldur tapar gerandi sjálfur eigin mennsku og virðuleika smátt og smátt. Ekki gleyma því. Ég vil að almenningur í íslenska samfélaginu vaki yfir þessari ljótu og hættulegu gjörð og taki sér stöðu gegn henni. Og einnig langar mig að biðja kirkjufólk sérstaklega um að taka baráttuna gegn afmennskunni alvarlega og takast á við hana saman. Málið varðar trú okkar sjálfra. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks. Ég hef verið í miklum samskiptum við hælisleitendur síðustu ár, sem prestur innflytjenda og flóttafólks, og þess vegna hafa þessar spurningar leitað á mig. Kirkjan hefur margs konar tækifæri til að veita hælisleitendum aðstoð eins og helgihald, bænasamkoma, kristinfræði fyrir fólk sem óskar þess og sálgæsla. En þegar ég velti því fyrir mér hver kjarni þjónustunnar við hælisleitendur síðustu ár hefur verið t.d. hjá mér sjálfum, þá má segja að það sé að hjálpa manneskju að halda í eigin virðuleika.,,Að vera á flótta" er hvorki titill manneskju né tegund. Það er aðeins staða sem mannskja lendir í við ákveðnar aðstæður. Mannneskjan sjálf er óbreytt hvort sem hún er á flótta eða ekki.Engu að síður gæti manneskja glatað sjálfsmynd sína, sálarfriði og virðuleika á meðan hún er á flótta. Flóttafólk tapar heimalandi sínu, skilur oftast eftir fjölskyldu og æskuvini og síðan gæti það fengið margfalda synjun í landi þar sem það sækir um hæli. Það er afar skiljanlegt að manneskja glati eða byrjar að glata trausti á sjálfum sér og eigin virðuleika í slíku ferli. Oftast þjáist fólk á flótta af pirringi, þunglyndi og hefur jafnvel hugmyndir um að skaða sjálft sig. Því er það nauðsynlegt fyrst og fremst fyrir okkur að finna ,,manneskjuna sjálfa" í hinum svokallaða flokki ,,flóttafólks“. Það er mikilvægt að aðstoða manneskju svo að hún geti viðhaldið sjálfstrausti og glati ekki virðuleika sínum. ,,Þú ert mikilvæg manneskja. Virðuleiki þinn breytist ekki hvar sem þú ert." Þetta er kjarni þjónustu minnar við hælisleitendur. Og hér tengist beint við hin spurningin: ,,Hvers vegna á kirkjan að veita hælisleitendum aðstoð?" Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus. Í nútíma samfélagi okkar eru kraftar sem reyna að neita þessari blessun Guðs til sérhverrar manneskju. Slíkur kraftur er t.d. afmennskun. Afmennskun er að neita virðuleika manneskjunnar og sjá þær sem hluti. Afmennskun er oft tengt við fjöldamorð eins og t.d. nasistarnar gerðu við gyðinga og undirmálsfólk í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar maður hagar sér mjög illa gagnvart öðrum, þarf maður að réttlæta framkomu sína með því að hætta að sjá aðra sem manneskjur. En afmennskun er ekki aðeins mál sem tengist fjöldamorðum heldur gerist hún jafnvel í kringum okkur í hversdagslífi okkar. Fyrir tveimur árum mótmæltu hælisleitendur á Austurvelli. Nokkrir þekktir menn eins og fyrrum ráðherra eða alþingismenn töluðu niður þá, og eftir það flæddu ljót orð í garð flóttamanna í samfélagsmiðlunum eins og „hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“ eða „láta hengja sig“. Margt fólk skildi og taldi að það mætti tala svona illa um hælisleitendur af því að leiðtogar samfélgsins töluðu í sama tóni. Nú gerist hið sama enn og aftur. Útlendingastofnun sendir hóp hælisleitenda á götuna. Hugmyndin að baki þessarar aðgerðar er sú: ,,Við megum gera það þegar um hælisleitendur eru að ræða." Formaður Miðflókksins ávarpaði landsþings flokksins um daginn og sagði eins og að hælisleitendur ,,koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“ Með þessu gefur hann í skyn að allir hælisleitendur væru meðlimir glæpasamtaka. Allt slíkt er hluti af tilraun afmennskunar. Með því að tala stöðugt niður ákveðinn hóp fólks í samfélaginu og með því að haga sér við hann á þann hátt sem er allt öðruvísi en við aðra í samfélaginu, reynir viðkomandi að taka mennskuna af ákveðnum hópi fólks. Slíkt er ljót gjörð. Slíkt er hættuleg gjörð. Tilraun afmennskunar er ekki aðeins hættuleg fyrir þær sakir að ákveðinn hópur verður skotmark geranda, heldur tapar gerandi sjálfur eigin mennsku og virðuleika smátt og smátt. Ekki gleyma því. Ég vil að almenningur í íslenska samfélaginu vaki yfir þessari ljótu og hættulegu gjörð og taki sér stöðu gegn henni. Og einnig langar mig að biðja kirkjufólk sérstaklega um að taka baráttuna gegn afmennskunni alvarlega og takast á við hana saman. Málið varðar trú okkar sjálfra. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun