„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 21:55 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir núverandi ástand einkennast af spillingu og græðgi. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir með ólíkindum að hlusta á þær ræður sem fluttar hafa verið á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sakar þingmenn um að láta sem ekkert sé þegar kemur að ástandinu í samfélaginu. „Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þau sem allt eiga. Græðgi, auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna.“ Hún segir Flokk fólksins vilja byggja brú yfir þá gjá. Hún segir að núverandi ástand í samfélaginu sé litað af sérhagsmunum og græðgisvæðingu. „Spillingin er svo augljós að hún er áþreifanleg,“ segir Inga og ítrekar að Flokkur fólksins sé málsvari þeirra sem þöggunin ríkir um. Mannauðurinn sem fær aldrei að blómstra Þá gagnrýnir Inga hvernig menntun barnanna okkar sé háttað. Hún segir börnin vera mannauð sem aldrei fær að blómstra og nefnir þar hátt hlutfall drengja sem útskrifast með lélegan lesskilning eftir tíu ára skólagöngu. Hún furðar sig á því að námsgögnum sé hrúgað á börn, jafnvel á erlendum tungumálum, þegar börnin eru jafnvel ólæs á sínu eigin máli. „Svo er fólk furðulostið yfir vaxandi sálfræðilegum erfiðleikum hjá unga fólkinu okkar.“ Inga segist ekki hissa á því að ungu fólki líði illa, heldur sé hún hissa á því að hlutirnir skuli ekki vera lagaðir. „Ég er hissa á því hvers lags þöggun og hvers lags feluleikur er um hluti sem við eigum löngu að vera búin að laga.“ Loks minnist hún orða Bjarna Benediktssonar frá árinu 2017, þar sem hann sagði að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu, væri það sama og að neita því um réttlæti. Í ljósi þeirra orða telur hún merkilegt að biðraðir í hjálparstofnanir þar sem fátækt fólk biður um mat séu að lengjast. „Það er skömm af þessu,“ segir Inga. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þau sem allt eiga. Græðgi, auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna.“ Hún segir Flokk fólksins vilja byggja brú yfir þá gjá. Hún segir að núverandi ástand í samfélaginu sé litað af sérhagsmunum og græðgisvæðingu. „Spillingin er svo augljós að hún er áþreifanleg,“ segir Inga og ítrekar að Flokkur fólksins sé málsvari þeirra sem þöggunin ríkir um. Mannauðurinn sem fær aldrei að blómstra Þá gagnrýnir Inga hvernig menntun barnanna okkar sé háttað. Hún segir börnin vera mannauð sem aldrei fær að blómstra og nefnir þar hátt hlutfall drengja sem útskrifast með lélegan lesskilning eftir tíu ára skólagöngu. Hún furðar sig á því að námsgögnum sé hrúgað á börn, jafnvel á erlendum tungumálum, þegar börnin eru jafnvel ólæs á sínu eigin máli. „Svo er fólk furðulostið yfir vaxandi sálfræðilegum erfiðleikum hjá unga fólkinu okkar.“ Inga segist ekki hissa á því að ungu fólki líði illa, heldur sé hún hissa á því að hlutirnir skuli ekki vera lagaðir. „Ég er hissa á því hvers lags þöggun og hvers lags feluleikur er um hluti sem við eigum löngu að vera búin að laga.“ Loks minnist hún orða Bjarna Benediktssonar frá árinu 2017, þar sem hann sagði að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu, væri það sama og að neita því um réttlæti. Í ljósi þeirra orða telur hún merkilegt að biðraðir í hjálparstofnanir þar sem fátækt fólk biður um mat séu að lengjast. „Það er skömm af þessu,“ segir Inga.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira