Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 20:37 Guðlaugur Þór Þórðarson lagði áherslu á verðmætasköpun í ræðu sinni. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni að efla verðmætasköpun í landinu, að ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði í för með sér.“ Þá segir Guðlaugur að við munum ekki skattleggja okkur út úr þrengingunum og að lífskjörin verði ekki tekin að láni. Það þurfi að veita fólki og fyrirtækjum svigrúm til að skapa verðmæti. „Við þurfum því að létta byrðum, einkum af smærri fyrirtækjum, í stað þess að auka þær.“ Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að auka sókn okkar á erlendum mörkuðum og að lífskjör okkar standi og falli með því hvernig sú sókn takist til. Hann segir einnig mikilvægt að okkar markaðir standi öðrum opnir. Sem utanríkisráðherra hafi hann lagt áherslu á að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnisstöðu á við keppinauta þeirra í öðrum löndum. Nýjasta dæmi um það sé fríverslunarsamningur við Bretland sem gerður var í samfloti við Noreg og Liechtenstein. Ef unga fólkið leitar annað, er illa fyrir okkur komið „Við viljum að unga fólkið sjái Ísland áfram sem land tækifæranna. Ef unga fólkið okkar leitar annað, ef það telur hag sínum betur borgið annars staðar, þá er illa fyrir okkur komið.“ Guðlaugur segir jafnframt að við þurfum að búa okkur undir það að eftir skamman tíma verði fimmti hver Íslendingur á lífeyrisaldri. Hann leggur til að litið sé til Norðurlandanna í þeim efnum. Frelsi og ábyrgð tvær hliðar á sama peningi Hann segir heimsfaraldurinn ekki vera búinn fyrr en hann hættir að vera ógn við heilsu samfélagsins og innviði heilbrigðiskerfisins. „Þá setjum við óttann í aftursætið og látum vonina, bjartsýnina og framkvæmdagleðina taka við stýrinu á ný.“ Hann ítrekar í þessu samhengi að frelsi og ábyrgð séu ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Þá lauk hann máli sínu með því að minna á þá bjartsýni og þrautseigju sem einkennir íslensku þjóðina. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum - En það er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Nú er mikilvægara en nokkru sinni að efla verðmætasköpun í landinu, að ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði í för með sér.“ Þá segir Guðlaugur að við munum ekki skattleggja okkur út úr þrengingunum og að lífskjörin verði ekki tekin að láni. Það þurfi að veita fólki og fyrirtækjum svigrúm til að skapa verðmæti. „Við þurfum því að létta byrðum, einkum af smærri fyrirtækjum, í stað þess að auka þær.“ Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að auka sókn okkar á erlendum mörkuðum og að lífskjör okkar standi og falli með því hvernig sú sókn takist til. Hann segir einnig mikilvægt að okkar markaðir standi öðrum opnir. Sem utanríkisráðherra hafi hann lagt áherslu á að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnisstöðu á við keppinauta þeirra í öðrum löndum. Nýjasta dæmi um það sé fríverslunarsamningur við Bretland sem gerður var í samfloti við Noreg og Liechtenstein. Ef unga fólkið leitar annað, er illa fyrir okkur komið „Við viljum að unga fólkið sjái Ísland áfram sem land tækifæranna. Ef unga fólkið okkar leitar annað, ef það telur hag sínum betur borgið annars staðar, þá er illa fyrir okkur komið.“ Guðlaugur segir jafnframt að við þurfum að búa okkur undir það að eftir skamman tíma verði fimmti hver Íslendingur á lífeyrisaldri. Hann leggur til að litið sé til Norðurlandanna í þeim efnum. Frelsi og ábyrgð tvær hliðar á sama peningi Hann segir heimsfaraldurinn ekki vera búinn fyrr en hann hættir að vera ógn við heilsu samfélagsins og innviði heilbrigðiskerfisins. „Þá setjum við óttann í aftursætið og látum vonina, bjartsýnina og framkvæmdagleðina taka við stýrinu á ný.“ Hann ítrekar í þessu samhengi að frelsi og ábyrgð séu ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Þá lauk hann máli sínu með því að minna á þá bjartsýni og þrautseigju sem einkennir íslensku þjóðina. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum - En það er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira