Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 20:01 Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar. Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum en fræðigrein er væntanleg á næstu vikum. Mæld voru prótein, eða eggjahvítuefni, í blóði um fjörutíu þúsund Íslendinga. Hjá rúmlega helmingi var blóðinu safnað fyrir tuttugu árum og af þeim eru rúmlega sjö þúsund látnir. „Þá getum við fundið fimm prósent af fólki milli 60 og 80 ára sem eru með tæplega 90 prósent líkur á að deyja innan næstu fimm ára. Síðan getum við fundið önnur fimm prósent sem eiga raunverulega engar líkur á að deyja innan næstu fimm ára,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Og er það þá bara þannig að það væri hægt að taka blóðprufu úr manneskju og spá fyrir um hvenær hún deyr? „Það væri hægt að leiða líkum að því hvað hún komi til með að lifa lengi eða skamman tíma. En allar þessar tölur byggjast á meðaltali, þetta er þó ekki annað en spádómur sem er nokkuð nákvæmur. En þó með töluverða skekkju,“ segir Kári. Myndi ekki vilja vita sjálfur Líkur á því að deyja fljótlega tengjast ýmsum eiginleikum, að sögn Kára. Þeir sem séu líklegri til að eiga stutt eftir ólifað séu til dæmis með mun minni handstyrk en almennt gerist. „Þeir standa sig verr í úthaldsprófi, þeir standa sig verr á gáfnaprófum.“ En hvernig geta þessar niðurstöður nýst? Til dæmis til lyfjaþróunar, segir Kári, en kveðst þó ekki hafa áhuga á því sjálfur að vita ævi sína alla. „Ég er ekkert sérstaklega forvitinn um að vita hversu mikið ég á eftir. Ég vona að það verði sem mest en ég er búinn að lifa ágætu lífi. Það er allt í lagi þó að það verði búið.“ Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum en fræðigrein er væntanleg á næstu vikum. Mæld voru prótein, eða eggjahvítuefni, í blóði um fjörutíu þúsund Íslendinga. Hjá rúmlega helmingi var blóðinu safnað fyrir tuttugu árum og af þeim eru rúmlega sjö þúsund látnir. „Þá getum við fundið fimm prósent af fólki milli 60 og 80 ára sem eru með tæplega 90 prósent líkur á að deyja innan næstu fimm ára. Síðan getum við fundið önnur fimm prósent sem eiga raunverulega engar líkur á að deyja innan næstu fimm ára,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Og er það þá bara þannig að það væri hægt að taka blóðprufu úr manneskju og spá fyrir um hvenær hún deyr? „Það væri hægt að leiða líkum að því hvað hún komi til með að lifa lengi eða skamman tíma. En allar þessar tölur byggjast á meðaltali, þetta er þó ekki annað en spádómur sem er nokkuð nákvæmur. En þó með töluverða skekkju,“ segir Kári. Myndi ekki vilja vita sjálfur Líkur á því að deyja fljótlega tengjast ýmsum eiginleikum, að sögn Kára. Þeir sem séu líklegri til að eiga stutt eftir ólifað séu til dæmis með mun minni handstyrk en almennt gerist. „Þeir standa sig verr í úthaldsprófi, þeir standa sig verr á gáfnaprófum.“ En hvernig geta þessar niðurstöður nýst? Til dæmis til lyfjaþróunar, segir Kári, en kveðst þó ekki hafa áhuga á því sjálfur að vita ævi sína alla. „Ég er ekkert sérstaklega forvitinn um að vita hversu mikið ég á eftir. Ég vona að það verði sem mest en ég er búinn að lifa ágætu lífi. Það er allt í lagi þó að það verði búið.“
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira