Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 20:01 Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar. Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum en fræðigrein er væntanleg á næstu vikum. Mæld voru prótein, eða eggjahvítuefni, í blóði um fjörutíu þúsund Íslendinga. Hjá rúmlega helmingi var blóðinu safnað fyrir tuttugu árum og af þeim eru rúmlega sjö þúsund látnir. „Þá getum við fundið fimm prósent af fólki milli 60 og 80 ára sem eru með tæplega 90 prósent líkur á að deyja innan næstu fimm ára. Síðan getum við fundið önnur fimm prósent sem eiga raunverulega engar líkur á að deyja innan næstu fimm ára,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Og er það þá bara þannig að það væri hægt að taka blóðprufu úr manneskju og spá fyrir um hvenær hún deyr? „Það væri hægt að leiða líkum að því hvað hún komi til með að lifa lengi eða skamman tíma. En allar þessar tölur byggjast á meðaltali, þetta er þó ekki annað en spádómur sem er nokkuð nákvæmur. En þó með töluverða skekkju,“ segir Kári. Myndi ekki vilja vita sjálfur Líkur á því að deyja fljótlega tengjast ýmsum eiginleikum, að sögn Kára. Þeir sem séu líklegri til að eiga stutt eftir ólifað séu til dæmis með mun minni handstyrk en almennt gerist. „Þeir standa sig verr í úthaldsprófi, þeir standa sig verr á gáfnaprófum.“ En hvernig geta þessar niðurstöður nýst? Til dæmis til lyfjaþróunar, segir Kári, en kveðst þó ekki hafa áhuga á því sjálfur að vita ævi sína alla. „Ég er ekkert sérstaklega forvitinn um að vita hversu mikið ég á eftir. Ég vona að það verði sem mest en ég er búinn að lifa ágætu lífi. Það er allt í lagi þó að það verði búið.“ Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum en fræðigrein er væntanleg á næstu vikum. Mæld voru prótein, eða eggjahvítuefni, í blóði um fjörutíu þúsund Íslendinga. Hjá rúmlega helmingi var blóðinu safnað fyrir tuttugu árum og af þeim eru rúmlega sjö þúsund látnir. „Þá getum við fundið fimm prósent af fólki milli 60 og 80 ára sem eru með tæplega 90 prósent líkur á að deyja innan næstu fimm ára. Síðan getum við fundið önnur fimm prósent sem eiga raunverulega engar líkur á að deyja innan næstu fimm ára,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Og er það þá bara þannig að það væri hægt að taka blóðprufu úr manneskju og spá fyrir um hvenær hún deyr? „Það væri hægt að leiða líkum að því hvað hún komi til með að lifa lengi eða skamman tíma. En allar þessar tölur byggjast á meðaltali, þetta er þó ekki annað en spádómur sem er nokkuð nákvæmur. En þó með töluverða skekkju,“ segir Kári. Myndi ekki vilja vita sjálfur Líkur á því að deyja fljótlega tengjast ýmsum eiginleikum, að sögn Kára. Þeir sem séu líklegri til að eiga stutt eftir ólifað séu til dæmis með mun minni handstyrk en almennt gerist. „Þeir standa sig verr í úthaldsprófi, þeir standa sig verr á gáfnaprófum.“ En hvernig geta þessar niðurstöður nýst? Til dæmis til lyfjaþróunar, segir Kári, en kveðst þó ekki hafa áhuga á því sjálfur að vita ævi sína alla. „Ég er ekkert sérstaklega forvitinn um að vita hversu mikið ég á eftir. Ég vona að það verði sem mest en ég er búinn að lifa ágætu lífi. Það er allt í lagi þó að það verði búið.“
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira