Stelpur rokka, Röskva og Samtökin '78 telja ummæli Þórólfs ala á ótta og fordómum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2021 14:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sætir gagnrýni tuttugu félagasamtaka vegna ummæla í kjölfar þess að sjö hælisleitendur utan sóttkvíar greindust með Covid-19 í síðustu viku. Vísir/vilhelm Tuttugu félagasamtök úr ólíkum áttum telja að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi alið á ótta og fordómum í garð flóttafólks og hælisleitenda í svörum sínum við spurningum blaðamanns um sjö smitaða einstaklinga fyrir helgi utan sóttkvíar. Allir voru hælisleitendur á höfuðborgarsvæðinu. Samtökin skora á Þórólf að biðjast afsökunar á ummælum sínum þar sem hann setji alla hælisleitendur undir sama hatt og lýsi sem hóp með eina skoðun. Þau telja þó ólíklegt að Þórólfur hafi vísvitandi beitt orðræðu sem þau segja að viðhaldi brennimerkingu og jaðarsetningu flóttafólks. Sjö greindust með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag og voru allir utan sóttkvíar. Ekki höfðu svo margir greinst utan sóttkvíar og vöktu smitin því nokkra athygli og olli áhyggjum landsmanna. Fram hefur komið að hópur palestínskra hælisleitenda fær ekki lengur aðstoð hér á landi þar sem hópurinn neitar að fara í Covid-19 próf. Próf sem er forsenda þess að fólkið yrði sent úr landi. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ sagði Þórólfur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sem sjá má að neðan. Félagasamtökin telja þessi ummæli til þess fallin að ala á ótta og fordómum í garð flóttafólks og hælisleitenda. Alvarlegt sé að þeim sé haldið fram gagnrýnislaust í fjölmiðlum. „Það á sérstaklega við þegar um er að ræða einstakling sem alþjóð lítur til og hlustar á eftir leiðbeiningum og upplýsingum á tímum heimsfaraldurs,“ segir í yfirlýsingu samtakanna til fjölmiðla. Meðal samtakanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru No Borders Iceland, Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk, Refugees in Iceland og Réttur barna á flótta. En einnig samtök á borð við Stelpur rokka, Samtökin '78, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, stúdentahreyfingarnar Röskva og Vaka. Einnig Black lives matter Iceland, IWW - heimssamband verkafólks á Íslandi, Rauða regnhlífin, Slagtog - félagasamtök um femíníska sjálfsvörn, Félagið Ísland - Palestína, Tabú, Snarrótin, Q- félag hinsegin stúdenta, Ísland - Kúrdistan og Grasrótarhópar í Andrými. Frá mótmælum No Borders við Austurvöll.Vísir/vilhelm „Flóttafólk og hælisleitendur eru einhver jaðarsettasti hópur samfélagsins. Sem slíkur er hópurinn í afar viðkvæmri stöðu gagnvart Covid19 eins og öðrum heilsufarsvanda á borð við þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir, sem mælist umtalsvert hærri á meðal þessa hóps en annarra. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu til fólks í áhrifastöðum að vanda sérlega vel til orða sinna í umfjöllun um jafn jaðarsettan hóp og raun ber vitni, hóps sem þess fyrir utan á sér ekki marga málsvara í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna tuttugu. Þau telja þó ólíklegt að Þórólfur hafi vísvitandi beitt orðræðu sem þau segja að viðhaldi brennimerkingu og jaðarsetningu flóttafólks. Því miður hafi það verið raunin óháð ásetningi. „Þess má vænta að fólk á flótta hafi alls konar skoðanir á Covid, bólusetningum og smitsjúkdómum, enda er um að ræða gífurlega stóran og fjölbreyttan hóp fólks, líkt og Evrópubúar eru.“ Tvennt sé einkar varhugavert í málflutningi Þórólfs. Í fyrsta lagi að tala á þann veg að allir hælisleitendur og flóttafólk, eða a.m.k. stór hluti þeirra, deili skoðunum um Covid og bólusetningar sem stangast á við skoðanir „okkar“ (hver svo sem þessi „við“ erum). Í öðru lagi er mjög varhugavert og í raun rangfærsla að tileinka einhverjum einum hóp þann eiginleika að hafa „aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera“ hvað varðar smitvarnir og bólusetningar þegar það liggur ljóst fyrir að í nær öllum Vesturlöndum hafa hópar fólks, sem flest er fætt og uppalið á Vesturlöndum, farið fyrir mótmælum, herferðum og dreift ýmiskonar rangfærslum um bólusetningar, Covid og smitsjúkdómavarnir. Til að mynda eru það nær eingöngu hvítir Íslendingar sem fara fyrir slíkum hópi hérlendis. „Rétt er að benda á, eins og sóttvarnalæknir kemur sjálfur stuttlega inn á í fyrrnefndri frétt Vísis, að sumir hælisleitendur hafa ástæðu til að óttast að neikvæð niðurstaða úr kórónuveiruskimun verði til þess að þeir verði sendir úr landi nauðugir. Þeir hælisleitendur sem fram til þessa hafa hafnað skimun fyrir brottvísun hafa verið með öllu einkennalausir og hafa ekki haft ástæðu til að óttast það að vera smitaðir af veirunni.“ Elínborg Harpa Önundardóttir er í forsvari fyrir No Borders á Íslandi. Vísir Sé það raunin að sumir úr hópi flóttafólks og hælisleitenda vantreysti yfirvöldum og þori ekki að reiða sig á að kórónuveiruskimanir séu framkvæmdar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi hvetja samtökin tuttugu sóttvarnalækni og samstarfsfólk hans til að eiga í opnu samtali við flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi, rétt eins og aðra íbúa landsins, og finna út úr því í sameiningu hvernig hægt sé að tryggja hagsmuni allra sem byggja landið, flóttafólks og hælisleitenda þar með talið, gagnvart Covid19. „Um leið skorum við á Útlendingastofnun að hætta tafarlaust öllum brottvísunum á hælisleitendum og taka aftur upp þjónustu við heimilislausa hælisleitendur enda ljóst að heimilisleysi og fátækt er stór áhættuþáttur þegar kemur að persónulegum og samfélagslegum sóttvörnum. Einnig skorum við á Þórólf Guðnason að biðjast afsökunar á fyrrnefndum ummælum sínum og gæta í framhaldi ítrustu varúðar þegar kemur að því að alhæfa um skoðanir ákveðinna hópa samfélagsins, þá sérstaklega hópa sem nú þegar eru berskjaldaðir fyrir auknum fordómum og útskúfun.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Samtökin skora á Þórólf að biðjast afsökunar á ummælum sínum þar sem hann setji alla hælisleitendur undir sama hatt og lýsi sem hóp með eina skoðun. Þau telja þó ólíklegt að Þórólfur hafi vísvitandi beitt orðræðu sem þau segja að viðhaldi brennimerkingu og jaðarsetningu flóttafólks. Sjö greindust með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag og voru allir utan sóttkvíar. Ekki höfðu svo margir greinst utan sóttkvíar og vöktu smitin því nokkra athygli og olli áhyggjum landsmanna. Fram hefur komið að hópur palestínskra hælisleitenda fær ekki lengur aðstoð hér á landi þar sem hópurinn neitar að fara í Covid-19 próf. Próf sem er forsenda þess að fólkið yrði sent úr landi. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ sagði Þórólfur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sem sjá má að neðan. Félagasamtökin telja þessi ummæli til þess fallin að ala á ótta og fordómum í garð flóttafólks og hælisleitenda. Alvarlegt sé að þeim sé haldið fram gagnrýnislaust í fjölmiðlum. „Það á sérstaklega við þegar um er að ræða einstakling sem alþjóð lítur til og hlustar á eftir leiðbeiningum og upplýsingum á tímum heimsfaraldurs,“ segir í yfirlýsingu samtakanna til fjölmiðla. Meðal samtakanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru No Borders Iceland, Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk, Refugees in Iceland og Réttur barna á flótta. En einnig samtök á borð við Stelpur rokka, Samtökin '78, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, stúdentahreyfingarnar Röskva og Vaka. Einnig Black lives matter Iceland, IWW - heimssamband verkafólks á Íslandi, Rauða regnhlífin, Slagtog - félagasamtök um femíníska sjálfsvörn, Félagið Ísland - Palestína, Tabú, Snarrótin, Q- félag hinsegin stúdenta, Ísland - Kúrdistan og Grasrótarhópar í Andrými. Frá mótmælum No Borders við Austurvöll.Vísir/vilhelm „Flóttafólk og hælisleitendur eru einhver jaðarsettasti hópur samfélagsins. Sem slíkur er hópurinn í afar viðkvæmri stöðu gagnvart Covid19 eins og öðrum heilsufarsvanda á borð við þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir, sem mælist umtalsvert hærri á meðal þessa hóps en annarra. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu til fólks í áhrifastöðum að vanda sérlega vel til orða sinna í umfjöllun um jafn jaðarsettan hóp og raun ber vitni, hóps sem þess fyrir utan á sér ekki marga málsvara í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna tuttugu. Þau telja þó ólíklegt að Þórólfur hafi vísvitandi beitt orðræðu sem þau segja að viðhaldi brennimerkingu og jaðarsetningu flóttafólks. Því miður hafi það verið raunin óháð ásetningi. „Þess má vænta að fólk á flótta hafi alls konar skoðanir á Covid, bólusetningum og smitsjúkdómum, enda er um að ræða gífurlega stóran og fjölbreyttan hóp fólks, líkt og Evrópubúar eru.“ Tvennt sé einkar varhugavert í málflutningi Þórólfs. Í fyrsta lagi að tala á þann veg að allir hælisleitendur og flóttafólk, eða a.m.k. stór hluti þeirra, deili skoðunum um Covid og bólusetningar sem stangast á við skoðanir „okkar“ (hver svo sem þessi „við“ erum). Í öðru lagi er mjög varhugavert og í raun rangfærsla að tileinka einhverjum einum hóp þann eiginleika að hafa „aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera“ hvað varðar smitvarnir og bólusetningar þegar það liggur ljóst fyrir að í nær öllum Vesturlöndum hafa hópar fólks, sem flest er fætt og uppalið á Vesturlöndum, farið fyrir mótmælum, herferðum og dreift ýmiskonar rangfærslum um bólusetningar, Covid og smitsjúkdómavarnir. Til að mynda eru það nær eingöngu hvítir Íslendingar sem fara fyrir slíkum hópi hérlendis. „Rétt er að benda á, eins og sóttvarnalæknir kemur sjálfur stuttlega inn á í fyrrnefndri frétt Vísis, að sumir hælisleitendur hafa ástæðu til að óttast að neikvæð niðurstaða úr kórónuveiruskimun verði til þess að þeir verði sendir úr landi nauðugir. Þeir hælisleitendur sem fram til þessa hafa hafnað skimun fyrir brottvísun hafa verið með öllu einkennalausir og hafa ekki haft ástæðu til að óttast það að vera smitaðir af veirunni.“ Elínborg Harpa Önundardóttir er í forsvari fyrir No Borders á Íslandi. Vísir Sé það raunin að sumir úr hópi flóttafólks og hælisleitenda vantreysti yfirvöldum og þori ekki að reiða sig á að kórónuveiruskimanir séu framkvæmdar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi hvetja samtökin tuttugu sóttvarnalækni og samstarfsfólk hans til að eiga í opnu samtali við flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi, rétt eins og aðra íbúa landsins, og finna út úr því í sameiningu hvernig hægt sé að tryggja hagsmuni allra sem byggja landið, flóttafólks og hælisleitenda þar með talið, gagnvart Covid19. „Um leið skorum við á Útlendingastofnun að hætta tafarlaust öllum brottvísunum á hælisleitendum og taka aftur upp þjónustu við heimilislausa hælisleitendur enda ljóst að heimilisleysi og fátækt er stór áhættuþáttur þegar kemur að persónulegum og samfélagslegum sóttvörnum. Einnig skorum við á Þórólf Guðnason að biðjast afsökunar á fyrrnefndum ummælum sínum og gæta í framhaldi ítrustu varúðar þegar kemur að því að alhæfa um skoðanir ákveðinna hópa samfélagsins, þá sérstaklega hópa sem nú þegar eru berskjaldaðir fyrir auknum fordómum og útskúfun.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira