Fótbolti

Úr D-deildinni á EM á þremur árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ben White í leiknum gegn Rúmeníu á Riverside vellinum í Middlesbrough í gær.
Ben White í leiknum gegn Rúmeníu á Riverside vellinum í Middlesbrough í gær. getty/Stu Forster

Ben White hefur verið kallaður inn í enska EM-hópinn í staðinn fyrir Trent Alexander-Arnold sem er meiddur.

White lék sinn fyrsta landsleik í 1-0 sigri á Austurríki í vináttulandsleik í síðustu viku. Hann lék svo allan leikinn þegar England sigraði Rúmeníu, 1-0, í gær. Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

White, sem er 23 ára, átti gott tímabil með Brighton og hefur nú verið verðlaunaður með sæti í EM-hópnum.

Hann hefur náð langt á skömmum tíma en tímabilið 2017-18 var White á láni hjá D-deildarliðinu Newport County.

 White lék með Leeds United 2019-20 og hjálpaði liðinu að vinna B-deildina. Á síðasta tímabili lék hann svo 39 leiki í deild og bikar með Brighton. White er miðvörður en getur einnig spilað sem bakvörður og á miðjunni.

England hefur leik á EM þegar liðið mætir Króatíu á Wembley á sunnudaginn. Auk Englands og Króatíu eru Tékkland og Skotland í D-riðlinum.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×