Glundroði í EM-hópi Spánverja eftir að fyrirliðinn greindist með Covid-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 09:02 Sergio Busquets gæti hafa smitað einhverja aðra í spænska EM-hópnum en það kemur ekki í ljós strax. Getty/Angel Martinez Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er kominn með kórónuveiruna og það hefur sett stórt strik í reikninginn í lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira