Enginn þingstubbur verði stjórnarskrárfrumvarp ekki afgreitt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:52 Katrín lagði breytingartillöguna fram sem almennur þingmaður. vísir/vilhelm Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þingstubbi í ágúst ef stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra verður ekki afgreitt úr nefnd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðherra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira