Leiddi með sex höggum er hann fékk að vita á 18. holunni að hann væri með kórónuveiruna Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2021 14:31 Rahm eftir að hafa fengið skilaboðin á 18. holunni. Ben Jared/Getty Jon Rahm hafði spilað frábærlega á The Memorial mótinu í gær en dagurinn endaði ekki vel því hann er með kórónuveiruna. Rahm byrjaði frábærlega í gær. Hann fór holu í höggi og var með sex högga forystu en það dró til tíðinda eftir hringinn. Eftir að hafa spilað átjándu holuna kom einn starfsmaður mótaraðarinnar til hans og greindi honum frá því að próf hans væri jákvætt. Rahm vann titilinn á síðustu leiktíð og var í góðri stöðu með að verja hann en það verður ekkert úr því, þar sem hann hefur, eðlilega, verið dreginn úr keppni. Hann hefur verið ansi öflugur að undanförnu og hefði getað verið sá fyrsti í tuttugu ár til að verja titilinn á þessu móti. Á heimasíðu PGA kemur fram að Rahm hafi farið í próf á hverjum einasta degi eftir að hann hefði verið í kringum einstakling sem hafi verið greindur með jákvætt próf. Nú þarf Rahm í tíu daga einangrun sem endar 15. júní og einungis degi síðar byrjar US Open á Torrey Pines. Surreal TV moment as six-stroke leader Jon Rahm learns he tested positive for COVID and Jim Nantz tries to make sense of it without knowing what Rahm's been told pic.twitter.com/WvD6LmAlxs— Timothy Burke (@bubbaprog) June 5, 2021 Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rahm byrjaði frábærlega í gær. Hann fór holu í höggi og var með sex högga forystu en það dró til tíðinda eftir hringinn. Eftir að hafa spilað átjándu holuna kom einn starfsmaður mótaraðarinnar til hans og greindi honum frá því að próf hans væri jákvætt. Rahm vann titilinn á síðustu leiktíð og var í góðri stöðu með að verja hann en það verður ekkert úr því, þar sem hann hefur, eðlilega, verið dreginn úr keppni. Hann hefur verið ansi öflugur að undanförnu og hefði getað verið sá fyrsti í tuttugu ár til að verja titilinn á þessu móti. Á heimasíðu PGA kemur fram að Rahm hafi farið í próf á hverjum einasta degi eftir að hann hefði verið í kringum einstakling sem hafi verið greindur með jákvætt próf. Nú þarf Rahm í tíu daga einangrun sem endar 15. júní og einungis degi síðar byrjar US Open á Torrey Pines. Surreal TV moment as six-stroke leader Jon Rahm learns he tested positive for COVID and Jim Nantz tries to make sense of it without knowing what Rahm's been told pic.twitter.com/WvD6LmAlxs— Timothy Burke (@bubbaprog) June 5, 2021 Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira