„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Elma Rut Valtýsdóttir, Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:32 Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti Dómsmálaráðherra vegna skipan dómara í Landsrétt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira