Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 14:00 Fólk bíður eftir matvælaaðstoð í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. AP/Ben Curtis Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert. Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42
Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19