Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 09:09 Hvítrússneska ríkisflugfélaginu Belavia er ekki vært í Evrópu með nýjum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands sem gjarnan er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, þvingaði farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk, að því er virðist á fölskum forsendum, fyrir um tveimur vikum. Vélin var á leiðinni frá Grikklandi til Litháen en um borð var Roman Protasevtis, hvítrússneskur blaða- og andófsmaður. Hvítrússneskar öryggissveitir leiddu Protasevits og Sofiu Sapega, kærustu hans, út úr flugvélinni og handtóku þau. Síðan þá hafa þau verið í haldi yfirvalda í heimalandinu sem hafa birt myndbönd af þeim þar sem þau játa á sig glæpi. Virðist parið hafa verið þvingað til játninganna. Evrópskir ráðamenn fordæmdu aðfarir hvítrússneskra yfirvalda og hvöttu flugfélög til að sneiða fram hjá landinu. Þá beitti ESB hvítrússneska embættismenn refsiaðgerðum. Nýju aðgerðirnar sem meina hvítrússneskum flugvélum um aðgang að evrópskri lofthelgi tóku gildi á miðnætti að miðevrópskum tíma í nótt. Með þeim þurfa aðildarríki ESB að neita hvítrússneskum flugvélum um leyfi til lendinga, flugtaks og að fljúga inn í flughelgi sína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bannið hefur væntanlega mikil áhrif á hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia sem flýgur til tuttugu flugvalla í Evrópu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands sem gjarnan er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, þvingaði farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk, að því er virðist á fölskum forsendum, fyrir um tveimur vikum. Vélin var á leiðinni frá Grikklandi til Litháen en um borð var Roman Protasevtis, hvítrússneskur blaða- og andófsmaður. Hvítrússneskar öryggissveitir leiddu Protasevits og Sofiu Sapega, kærustu hans, út úr flugvélinni og handtóku þau. Síðan þá hafa þau verið í haldi yfirvalda í heimalandinu sem hafa birt myndbönd af þeim þar sem þau játa á sig glæpi. Virðist parið hafa verið þvingað til játninganna. Evrópskir ráðamenn fordæmdu aðfarir hvítrússneskra yfirvalda og hvöttu flugfélög til að sneiða fram hjá landinu. Þá beitti ESB hvítrússneska embættismenn refsiaðgerðum. Nýju aðgerðirnar sem meina hvítrússneskum flugvélum um aðgang að evrópskri lofthelgi tóku gildi á miðnætti að miðevrópskum tíma í nótt. Með þeim þurfa aðildarríki ESB að neita hvítrússneskum flugvélum um leyfi til lendinga, flugtaks og að fljúga inn í flughelgi sína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bannið hefur væntanlega mikil áhrif á hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia sem flýgur til tuttugu flugvalla í Evrópu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12
Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38
Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15