Gert er ráð fyrir suðaustan 8-15 metrum á sekúndu og súld eða rigningu með köflum sunnan- og vestantil í dag. Annars fremur hægri sunnanátt og bjartviðri.
Á morgun er spáð austan og suðaustan 5-13 metrum á sekúndu, rigningu eða súld á víð og dreif en björtu með köflum norðaustanlands. Hitinn á landinu verður á bilinu tíu til tuttugu stig, hlýjast norðanlands.