Af hverju hætti ég ekki við að hætta? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 4. júní 2021 17:00 Í desember 2019 fór ég á alþjóðlegt námskeið í Kaupmannahöfn þar sem viðfangsefnið var „happiness at work“ og fékk ég viðurkenningarskjal eftir námskeiðið að ég gæti kallað mig „Chief Happiness Officer“. Eftir flugið heim frá Danmörku þá tilkynnti ég konunni að núna vissi ég hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór! Nú skyldi stofna fyrirtæki með fókus á „happiness at work“. Fyrsta spurning hennar var: „Ertu kominn inn í einhvern sértrúarsöfnuð?“ Hvernig þýðum við á Íslandi „happiness at work“? Enska orðið happiness hefur breiða meiningu hjá okkur Íslendingum; gleði, lukka og hamingja. Flest tengjum við orðið við hamingju en löbbum við um og tölum um hamingju í vinnunni? Gleði í vinnunni? Stundum er ekki einfalt að brenna fyrir einhverju þegar tungumálið gerir hlutina flókna. Við Íslendingar erum alin upp við að sinna okkar vinnu, vinnan skapar manninn og fleira í þeim dúr. Samviskubitið sem hrjáir okkur ef við verðum veik er svo magnað að það mætti halda að vinnustaðurinn fari á hausinn ef við „flýtum“ okkur ekki að verða hress. Erum við ómissandi? Af hverju erum við með samviskubit gagnvart vinnustaðnum þegar kemur að veikindum? Hvers virði erum við gagnvart fjölskyldunni ef við erum ómissandi í vinnunni? Hvers virði erum við ef við erum svo ómissandi á vinnumarkaðnum að við brennum út, getum bara ekki meir? Margir hafa, nú þegar heimsfaraldur geysar, endurskoðað sýn sína á lífið og þá sérstaklega þátttöku sína á atvinnumarkaðinum. Eru mörkin á milli vinnu og einkalífs óljós? Er jafnvægi á milli vinnu og einkalífs? Verða minningarorðin um þig: „hann/hún/hán vann myrkranna á milli og á endanum var það vinnan sem drap!“ Á mínum 12 árum hjá Reykjavíkurborg var ég tilbúinn til þess að gera margt því allt var svo spennandi. Oft var það þó þannig að verkefnin urðu bara fleiri, mörg hver óljós og sveigjanleiki var aðalatriðið. Þreytan sagði til sín, gleðin tapaðist þrátt fyrir að margt væri gert til að lyfta upp andanum. Eftir miklar vangaveltur þá afhenti ég uppsagnarbréf mitt 12. febrúar 2020. Síðasti dagur minn í vinnu, eftir 12 ára starf hjá Reykjavíkurborg, yrði 31. Maí 2020. Á þeim tímapunkti var ég kominn með meira en nóg. Í fjögur eða fimm ár var ég búinn að streða við að finnast vinnan mín skemmtileg, drykkja farin að aukast og ég sinnti ekki sjálfum mér. Á fyrirlestri hjá Ólafi Þór Ævarssyni og Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur um streitu uppgötvaði ég að ég hafði í langan tíma verið á skelfilegri leið þ.e. stress var orðið stór hluti af vegferð minni með öllu tilheyrandi. Ekki hafði ég, frekar en aðrir, séð það fyrir að heimsfaraldur myndi hefja innreið sína inn í landið mánuði seinna. Setti það mörg plön mín í uppnám en samt hafði ég ekki áhyggjur. Yfirmaður minn bauð mér margoft að draga uppsögn mína til baka sem ég þáði ekki. Ég ætlaði að standa og falla með þessari ákvörðun minni. Það er auðvelt að kenna öllum öðrum um afhverju ég var kominn þangað en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég sjálfur sökudólgurinn. Ég setti ekki mörk, sagði aldrei NEI! Miðað við aldur og fyrri störf þá mætti ætla að tilfinningin eftir að hafa sagt upp væri óöryggi og áhyggjur, en nei tilfinningin var góð. Það var eins og að þokunni í hausnum létti og allt í einu sá ég fyrir mér fullt af möguleikum sem ég hafði ekki séð áður. Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar og allt það. Nú, ári eftir að ég hætti í minni vinnu hjá Reykjavíkurborg, þá velti ég því fyrir mér hvort fyrirtæki og þá sérstaklega stjórnendur séu meðvitaðir um vellíðan starfsmanna sinna. Eru starfsmenn hlaupandi um eins og hauslausar hænur, ekki alveg vissir um hvað þeir eru að gera, en eru fastir í þeirri trú að þeir eru algjörlega ómissandi í heildarskipulaginu. Hvernig er starfsmannaveltan? Vita starfsmenn sýn fyrirtækisins og ganga þeir í takt við stefnu stjórnenda? Eru verkefni vel skilgreind og við hæfi hvers starfsmanns? Ég hætti ekki við að hætta í vinnunni því þó vinnan sé mikilvæg þá á hún ekki að vera meira mikilvæg en allt annað í lífinu. Lífið er of stutt til þess. Í dag nýt ég þess að vera minn eigin herra, tek tilfallandi störf á meðan ég byggi upp mitt eigið fyrirtæki. Hvað gerir þitt fyrirtæki til að halda utan um starfsmennina? Ávaxtakarfa einu sinni í viku? Gleðskapur tvisvar á ári þar sem áfengi er haft um hönd, stundum með miður skemmtilegum afleiðingum? Vikuna 20. – 26. september 2021 verður alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Vísindi hafa sýnt fram á að ánægðir starfsmenn (hamingjusamir/líður vel í vinnu) hafa mikla yfirburði fram yfir þá starfsmenn sem eru óánægðir (óhamingjusamir/líður illa í vinnu). Starfsmenn sem eru ánægðir/ hamingjusamir/líður vel í vinnu eru afkastameiri, sveigjanlegri, meira skapandi, gera viðskiptavini ánægðari og vinna betur með vinnufélögum sínum. Viljum við ekki öll ánægða starfsmenn? Vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsmenn eigi að vera valhoppandi hamingjusamir alla daga eða að ábyrgðin sé öll hjá fyrirtækjum. Vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Vikan er sjálfbær þ.e. fyrirtæki geta skráð sig til leiks hjá mér. Ákvörðun um hvort viðburðurinn er opinn eða lokaður er algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman að veita innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins ásamt því að kynnast hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Heilsa Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í desember 2019 fór ég á alþjóðlegt námskeið í Kaupmannahöfn þar sem viðfangsefnið var „happiness at work“ og fékk ég viðurkenningarskjal eftir námskeiðið að ég gæti kallað mig „Chief Happiness Officer“. Eftir flugið heim frá Danmörku þá tilkynnti ég konunni að núna vissi ég hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór! Nú skyldi stofna fyrirtæki með fókus á „happiness at work“. Fyrsta spurning hennar var: „Ertu kominn inn í einhvern sértrúarsöfnuð?“ Hvernig þýðum við á Íslandi „happiness at work“? Enska orðið happiness hefur breiða meiningu hjá okkur Íslendingum; gleði, lukka og hamingja. Flest tengjum við orðið við hamingju en löbbum við um og tölum um hamingju í vinnunni? Gleði í vinnunni? Stundum er ekki einfalt að brenna fyrir einhverju þegar tungumálið gerir hlutina flókna. Við Íslendingar erum alin upp við að sinna okkar vinnu, vinnan skapar manninn og fleira í þeim dúr. Samviskubitið sem hrjáir okkur ef við verðum veik er svo magnað að það mætti halda að vinnustaðurinn fari á hausinn ef við „flýtum“ okkur ekki að verða hress. Erum við ómissandi? Af hverju erum við með samviskubit gagnvart vinnustaðnum þegar kemur að veikindum? Hvers virði erum við gagnvart fjölskyldunni ef við erum ómissandi í vinnunni? Hvers virði erum við ef við erum svo ómissandi á vinnumarkaðnum að við brennum út, getum bara ekki meir? Margir hafa, nú þegar heimsfaraldur geysar, endurskoðað sýn sína á lífið og þá sérstaklega þátttöku sína á atvinnumarkaðinum. Eru mörkin á milli vinnu og einkalífs óljós? Er jafnvægi á milli vinnu og einkalífs? Verða minningarorðin um þig: „hann/hún/hán vann myrkranna á milli og á endanum var það vinnan sem drap!“ Á mínum 12 árum hjá Reykjavíkurborg var ég tilbúinn til þess að gera margt því allt var svo spennandi. Oft var það þó þannig að verkefnin urðu bara fleiri, mörg hver óljós og sveigjanleiki var aðalatriðið. Þreytan sagði til sín, gleðin tapaðist þrátt fyrir að margt væri gert til að lyfta upp andanum. Eftir miklar vangaveltur þá afhenti ég uppsagnarbréf mitt 12. febrúar 2020. Síðasti dagur minn í vinnu, eftir 12 ára starf hjá Reykjavíkurborg, yrði 31. Maí 2020. Á þeim tímapunkti var ég kominn með meira en nóg. Í fjögur eða fimm ár var ég búinn að streða við að finnast vinnan mín skemmtileg, drykkja farin að aukast og ég sinnti ekki sjálfum mér. Á fyrirlestri hjá Ólafi Þór Ævarssyni og Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur um streitu uppgötvaði ég að ég hafði í langan tíma verið á skelfilegri leið þ.e. stress var orðið stór hluti af vegferð minni með öllu tilheyrandi. Ekki hafði ég, frekar en aðrir, séð það fyrir að heimsfaraldur myndi hefja innreið sína inn í landið mánuði seinna. Setti það mörg plön mín í uppnám en samt hafði ég ekki áhyggjur. Yfirmaður minn bauð mér margoft að draga uppsögn mína til baka sem ég þáði ekki. Ég ætlaði að standa og falla með þessari ákvörðun minni. Það er auðvelt að kenna öllum öðrum um afhverju ég var kominn þangað en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég sjálfur sökudólgurinn. Ég setti ekki mörk, sagði aldrei NEI! Miðað við aldur og fyrri störf þá mætti ætla að tilfinningin eftir að hafa sagt upp væri óöryggi og áhyggjur, en nei tilfinningin var góð. Það var eins og að þokunni í hausnum létti og allt í einu sá ég fyrir mér fullt af möguleikum sem ég hafði ekki séð áður. Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar og allt það. Nú, ári eftir að ég hætti í minni vinnu hjá Reykjavíkurborg, þá velti ég því fyrir mér hvort fyrirtæki og þá sérstaklega stjórnendur séu meðvitaðir um vellíðan starfsmanna sinna. Eru starfsmenn hlaupandi um eins og hauslausar hænur, ekki alveg vissir um hvað þeir eru að gera, en eru fastir í þeirri trú að þeir eru algjörlega ómissandi í heildarskipulaginu. Hvernig er starfsmannaveltan? Vita starfsmenn sýn fyrirtækisins og ganga þeir í takt við stefnu stjórnenda? Eru verkefni vel skilgreind og við hæfi hvers starfsmanns? Ég hætti ekki við að hætta í vinnunni því þó vinnan sé mikilvæg þá á hún ekki að vera meira mikilvæg en allt annað í lífinu. Lífið er of stutt til þess. Í dag nýt ég þess að vera minn eigin herra, tek tilfallandi störf á meðan ég byggi upp mitt eigið fyrirtæki. Hvað gerir þitt fyrirtæki til að halda utan um starfsmennina? Ávaxtakarfa einu sinni í viku? Gleðskapur tvisvar á ári þar sem áfengi er haft um hönd, stundum með miður skemmtilegum afleiðingum? Vikuna 20. – 26. september 2021 verður alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Vísindi hafa sýnt fram á að ánægðir starfsmenn (hamingjusamir/líður vel í vinnu) hafa mikla yfirburði fram yfir þá starfsmenn sem eru óánægðir (óhamingjusamir/líður illa í vinnu). Starfsmenn sem eru ánægðir/ hamingjusamir/líður vel í vinnu eru afkastameiri, sveigjanlegri, meira skapandi, gera viðskiptavini ánægðari og vinna betur með vinnufélögum sínum. Viljum við ekki öll ánægða starfsmenn? Vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsmenn eigi að vera valhoppandi hamingjusamir alla daga eða að ábyrgðin sé öll hjá fyrirtækjum. Vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Vikan er sjálfbær þ.e. fyrirtæki geta skráð sig til leiks hjá mér. Ákvörðun um hvort viðburðurinn er opinn eða lokaður er algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman að veita innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins ásamt því að kynnast hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun