Hópsýking hjá hælisleitendum Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 11:39 Hópsýking er komin upp í hópi hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Einhver smitanna kunna að vera gömul smit en öruggt er að fjögur eða fimm þeirra eru ný. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði kann að tengjast málinu. Þórólfur telur ekki ólíklegt að hægt verði að ná utan um hópsmitið en hann segir að tekið geti nokkra daga að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvernig þetta verður en þetta virðist vera tiltölulega afmarkaður hópur og ekki ljóst hvort þetta teygir anga sína víðar. Þetta tengist eitthvað inn í skóla í Hafnarfirði hugsanlega. Það kemur bara í ljós með rakningu og svo sýnatöku og það verður farið í það á næstu dögum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þess hafa verið dæmi að hælisleitendur og flóttamenn hafi verið látnir mæta afleiðingum ef þeir fara í sýnatöku eða láta bólusetja sig hér á landi, enda er þá í sumum tilvikum komin forsenda fyrir því að vísa þeim úr landi. Þeir hafa því veigrað sér við að fara í sýnatökuna til þess að forðast brottvísun en ekki liggur fyrir að í þessu tilviki sé um slíkan hóp að ræða. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Einhver smitanna kunna að vera gömul smit en öruggt er að fjögur eða fimm þeirra eru ný. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði kann að tengjast málinu. Þórólfur telur ekki ólíklegt að hægt verði að ná utan um hópsmitið en hann segir að tekið geti nokkra daga að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvernig þetta verður en þetta virðist vera tiltölulega afmarkaður hópur og ekki ljóst hvort þetta teygir anga sína víðar. Þetta tengist eitthvað inn í skóla í Hafnarfirði hugsanlega. Það kemur bara í ljós með rakningu og svo sýnatöku og það verður farið í það á næstu dögum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þess hafa verið dæmi að hælisleitendur og flóttamenn hafi verið látnir mæta afleiðingum ef þeir fara í sýnatöku eða láta bólusetja sig hér á landi, enda er þá í sumum tilvikum komin forsenda fyrir því að vísa þeim úr landi. Þeir hafa því veigrað sér við að fara í sýnatökuna til þess að forðast brottvísun en ekki liggur fyrir að í þessu tilviki sé um slíkan hóp að ræða. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57
Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46