Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:12 Svetlana Tsikhnouskaja er einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem hafa hrökklast í sjálfskipaða útlegð undan ofríiki stjórnar Lúkajsenka. Vísir/EPA Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. Tsikhanouskaja flúði herferð ríkisstjórnar Lúkasjenka gegn mótmælendum í kjölfar umdeildra forsetakosninga í haust. Hún hefur verið í útlegð síðan þá, fyrst í Litháen og síðar Póllandi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segist hún fullviss um að ástandið í Hvíta-Rússlandi verði tekið á dagskrá G7-ríkjanna þegar þau funda í Bretlandi í næstu viku. Hún hefði þó ekki fengið boð um að mæta á fundinn. Frönsk stjórnvöld hafa sagst vilja bjóða fulltrúum hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar á fundinn. Bresku gestgjafarnir hafa sagt engin áform um að bjóða fleirum til fundarins. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ segir Tsikhanouskaja. Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll lagt viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna eftir að stjórn Lúkasjenka þvingaði farþegaflugvél Ryanair til að lenda í Minsk til að hafa hendur í hári blaða- og andófsmannsins Romans Protesevits sem var um borð. Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar vilja að vesturveldin gangi enn lengra með aðgerðum sem hafi meiri áhrif á efnahag landsins, til dæmis í formi viðskiptatakmarkana á steinefni eða olíu sem Hvítrússar flytja úr landi. Hvíta-Rússland Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Tsikhanouskaja flúði herferð ríkisstjórnar Lúkasjenka gegn mótmælendum í kjölfar umdeildra forsetakosninga í haust. Hún hefur verið í útlegð síðan þá, fyrst í Litháen og síðar Póllandi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segist hún fullviss um að ástandið í Hvíta-Rússlandi verði tekið á dagskrá G7-ríkjanna þegar þau funda í Bretlandi í næstu viku. Hún hefði þó ekki fengið boð um að mæta á fundinn. Frönsk stjórnvöld hafa sagst vilja bjóða fulltrúum hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar á fundinn. Bresku gestgjafarnir hafa sagt engin áform um að bjóða fleirum til fundarins. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ segir Tsikhanouskaja. Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll lagt viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna eftir að stjórn Lúkasjenka þvingaði farþegaflugvél Ryanair til að lenda í Minsk til að hafa hendur í hári blaða- og andófsmannsins Romans Protesevits sem var um borð. Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar vilja að vesturveldin gangi enn lengra með aðgerðum sem hafi meiri áhrif á efnahag landsins, til dæmis í formi viðskiptatakmarkana á steinefni eða olíu sem Hvítrússar flytja úr landi.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira