Cillessen æfur út í De Boer: „Aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 10:00 Jasper Cillessen leikur ekki með Hollandi á EM, honum til mikillar gremju. getty/Jonathan Moscrop Markvörðurinn Jasper Cillessen er æfur út í Frank de Boer eftir að hann tók hann út úr EM-hópi Hollands í kjölfar þess að hann greindist með kórónuveiruna. Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira