Byrjun Gautaborgar hefur ekki verið upp á marga fiska og er liðið einungis með sjö stig eftir átta umferðir.
Þeir hafa unnið einn leik, gert sex jafntefli og tapað einum. Það er stjórnin ekki sátt við og Roland verið rekinn.
Í tilkynningu frá stjórn Gautaborgar er Roland þakkað fyrir sín störf og að hans reynsla hafi hjálpað liðinu.
Nilsson var þjálfari FCK í hálft ár frá 2011 til 2012 en einnig hefur hann verið þjálfari meðal annars Malmö og Coventry.
Reiknað er með að Gautaborg tilkynni nýjan þjálfara í þessari viku en Kolbeinn Sigþórsson gekk í raðir félagsins fyrir leiktíðina.
Með liðinu leikur einnig stórstjarnan Marek Hamsik.
Tack för ditt hårda arbete, Roland.
— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) June 2, 2021
| #ifkgbghttps://t.co/vmW088BbwW