„Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2021 22:30 Mikil óvissa ríkir um rekstur Humarhússins eftir að eigendur staðarins misstu húsnæðið í miðbæ Reykjavíkur. Humarhúsið Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Að sögn Ívars Þórðarsonar, annars eiganda Humarhússins, hefur veitingahúsið glímt við mikla rekstrarerfiðleika og ekki náð að borga leigu í rúmt ár vegna áhrifa faraldursins. Þrátt fyrir það hafi ákvörðun FÍ fasteignafélags komið á óvart þar sem fyrir lá að nýir fjárfestar hefðu áhuga á að koma með aukið fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalinn nýlega boðist til að lækka leiguna ef viðskiptin gengu í gegn. Morgunblaðið greindi fyrst frá lokuninni. Ívar segir að FÍ fasteignafélag hafi fram að því ekki viljað veita afslátt af leigunni í ljósi rekstraraðstæðna. Þó hafi leigusalinn á vissan hátt komið til móts við Humarhúsið með því að leyfa staðnum að vera áfram í húsnæðinu eftir að leigugreiðslur stöðvuðust. Húsið við Amtmannsstíg 1 er eilítið tómlegra í dag. Humarhúsið Skoða nú framhaldið Óvissa ríkir nú um framtíð þessa rótgróna veitingastaðar en til skoðunar er hvort reksturinn verði fluttur í nýtt húsnæði með aðkomu fjárfestanna. Ívar segist sýna því skilning að þeim hafi verið gert að yfirgefa húsnæðið eftir að eigendur Humarhússins tóku einhliða ákvörðun um að stöðva leigugreiðslur. Sú staða myndi þó breytast með tilkomu nýrra fjárfesta. „Þeir hættu að senda okkur reikninga vitandi að við gætum ekki borgað. Við vorum ekki að fela okkar stöðu og við náðum að þrauka miklu lengur en við gerðum ráð fyrir.“ Ívar segir umrædd fjárfesting hafi nánast verið í höfn þegar bréfið afdrifaríka barst frá leigusalanum síðasta fimmtudag. „Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart en þetta er svolítið undarleg tímasetning þar sem leigusalinn vissi að fjárfestar voru að koma inn og fleiri á leiðinni. Hann var ekki búinn að heyra í okkur eða fjárfestunum í einhverjar þrjár vikur þegar hann sendir bréfið,“ segir Ívar. Mikið var lagt upp úr fáguðum humarréttum á rótgróna veitingastaðnum.Humarhúsið Ýmis tækifæri þarna úti Ívar tók yfir rekstur Humarhússins um áramótin 2016 ásamt meðeigandanum Johnny Turtiainen. Hafa þeir þurft að mæta ýmsum áskorunum á síðustu árum líkt og fleiri aðilar í veitingarekstri og ferðaþjónustu. „Við greiðum fyrir þessi kaup á þremur árum og í sama mánuði og við greiðum síðustu greiðsluna þá fer WOW air á hausinn og það setur strik í reikninginn. Þar kom smá hökt og svo kemur Covid-19. Fram að því höfðum við alltaf staðið við allt okkar gagnvart leigusalanum.“ Ívar segist enn vera að jafna sig eftir raunir síðustu daga en hann sé þó ágætlega bjartsýnn á framhaldið. „Við erum bara enn að lenda og átta okkur á þessu. Hvað framtíðin ber í skauti sér kemur bara í ljós. Það eru ekkert nema tækifæri þarna úti,“ segir Ívar Þórðarson, annar eigandi Humarhússins. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Að sögn Ívars Þórðarsonar, annars eiganda Humarhússins, hefur veitingahúsið glímt við mikla rekstrarerfiðleika og ekki náð að borga leigu í rúmt ár vegna áhrifa faraldursins. Þrátt fyrir það hafi ákvörðun FÍ fasteignafélags komið á óvart þar sem fyrir lá að nýir fjárfestar hefðu áhuga á að koma með aukið fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalinn nýlega boðist til að lækka leiguna ef viðskiptin gengu í gegn. Morgunblaðið greindi fyrst frá lokuninni. Ívar segir að FÍ fasteignafélag hafi fram að því ekki viljað veita afslátt af leigunni í ljósi rekstraraðstæðna. Þó hafi leigusalinn á vissan hátt komið til móts við Humarhúsið með því að leyfa staðnum að vera áfram í húsnæðinu eftir að leigugreiðslur stöðvuðust. Húsið við Amtmannsstíg 1 er eilítið tómlegra í dag. Humarhúsið Skoða nú framhaldið Óvissa ríkir nú um framtíð þessa rótgróna veitingastaðar en til skoðunar er hvort reksturinn verði fluttur í nýtt húsnæði með aðkomu fjárfestanna. Ívar segist sýna því skilning að þeim hafi verið gert að yfirgefa húsnæðið eftir að eigendur Humarhússins tóku einhliða ákvörðun um að stöðva leigugreiðslur. Sú staða myndi þó breytast með tilkomu nýrra fjárfesta. „Þeir hættu að senda okkur reikninga vitandi að við gætum ekki borgað. Við vorum ekki að fela okkar stöðu og við náðum að þrauka miklu lengur en við gerðum ráð fyrir.“ Ívar segir umrædd fjárfesting hafi nánast verið í höfn þegar bréfið afdrifaríka barst frá leigusalanum síðasta fimmtudag. „Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart en þetta er svolítið undarleg tímasetning þar sem leigusalinn vissi að fjárfestar voru að koma inn og fleiri á leiðinni. Hann var ekki búinn að heyra í okkur eða fjárfestunum í einhverjar þrjár vikur þegar hann sendir bréfið,“ segir Ívar. Mikið var lagt upp úr fáguðum humarréttum á rótgróna veitingastaðnum.Humarhúsið Ýmis tækifæri þarna úti Ívar tók yfir rekstur Humarhússins um áramótin 2016 ásamt meðeigandanum Johnny Turtiainen. Hafa þeir þurft að mæta ýmsum áskorunum á síðustu árum líkt og fleiri aðilar í veitingarekstri og ferðaþjónustu. „Við greiðum fyrir þessi kaup á þremur árum og í sama mánuði og við greiðum síðustu greiðsluna þá fer WOW air á hausinn og það setur strik í reikninginn. Þar kom smá hökt og svo kemur Covid-19. Fram að því höfðum við alltaf staðið við allt okkar gagnvart leigusalanum.“ Ívar segist enn vera að jafna sig eftir raunir síðustu daga en hann sé þó ágætlega bjartsýnn á framhaldið. „Við erum bara enn að lenda og átta okkur á þessu. Hvað framtíðin ber í skauti sér kemur bara í ljós. Það eru ekkert nema tækifæri þarna úti,“ segir Ívar Þórðarson, annar eigandi Humarhússins.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira