Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Árni Sæberg skrifar 2. júní 2021 16:28 Ólafur M. Magnússon er stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku. Stöð 2 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. Málið á sér langa forsögu en Mjólka stefndi MS til greiðslu skaðabóta þann 30. júní 2020. Kröfu sína byggir Mjólka á meintum samkeppnislagabrotum MS í formi markaðsmisnotkunar á árunum 2008 til 2010. Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir markaðsmisnotkun MS hafa bitnað illa á fyrirtækinu og haft alvarlegar afleiðingar. Mjólka er nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en KS á 10% í MS. MS byggði frávísunarkröfu sína á þeim rökum að krafan væri fallin niður sökum fyrningar. Almenna reglan er sú að fyrning leiði frekar til sýknu en frávísunar. Hins vegar eru þess dæmi að málum sé vísað frá vegna fyrningar þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki lengur til staðar. Í úrskurði héraðsdóms segir að vafi leiki á hvenær fyrningarfrestur kröfunnar hófst að líða og því verði málið tekið til efnismeðferðar. MS þegar dæmd sekt vegna markaðsmisnotkunar Með dómi Hæstaréttar frá 4. mars 2021 var MS dæmt til að greiða 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna markaðsmisnotkunar. Í dómi Hæstaréttar segir að félagið hefði selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði. MS ehf. var því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan hefur verið dæmd til að greiða ríkissjóði 480 milljónir króna. Mjólka hafi rétt fram sáttarhönd Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir fyrirtækið hafa lýst sig reiðubúið til að ganga að sáttaborðinu til að forðast málarekstur. „Það er skammarleg framganga af hálfu MS að slá á útrétta sáttahönd. Það er okkur því fagnaðarefni að frávísunarkröfu MS sé hafnað og málið fái efnislega meðferð fyrir dómi.“ segir Ólafur um úrskurð héraðsdóms í morgun. Enn fremur segir hann: „Það er því mikið réttlætismál að MS verði látið sæta ábyrgð á brotum sínum, sem á sér áratuga sögu um ofríki gagnvart keppinautum sínum sem flestir hafa lotið í gras vegna þess.“ Aðalmeðferð í málinu fer fram föstudaginn 10. september næstkomandi kl. 09:15 í dómsal 201. Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Málið á sér langa forsögu en Mjólka stefndi MS til greiðslu skaðabóta þann 30. júní 2020. Kröfu sína byggir Mjólka á meintum samkeppnislagabrotum MS í formi markaðsmisnotkunar á árunum 2008 til 2010. Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir markaðsmisnotkun MS hafa bitnað illa á fyrirtækinu og haft alvarlegar afleiðingar. Mjólka er nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en KS á 10% í MS. MS byggði frávísunarkröfu sína á þeim rökum að krafan væri fallin niður sökum fyrningar. Almenna reglan er sú að fyrning leiði frekar til sýknu en frávísunar. Hins vegar eru þess dæmi að málum sé vísað frá vegna fyrningar þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki lengur til staðar. Í úrskurði héraðsdóms segir að vafi leiki á hvenær fyrningarfrestur kröfunnar hófst að líða og því verði málið tekið til efnismeðferðar. MS þegar dæmd sekt vegna markaðsmisnotkunar Með dómi Hæstaréttar frá 4. mars 2021 var MS dæmt til að greiða 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna markaðsmisnotkunar. Í dómi Hæstaréttar segir að félagið hefði selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði. MS ehf. var því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan hefur verið dæmd til að greiða ríkissjóði 480 milljónir króna. Mjólka hafi rétt fram sáttarhönd Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir fyrirtækið hafa lýst sig reiðubúið til að ganga að sáttaborðinu til að forðast málarekstur. „Það er skammarleg framganga af hálfu MS að slá á útrétta sáttahönd. Það er okkur því fagnaðarefni að frávísunarkröfu MS sé hafnað og málið fái efnislega meðferð fyrir dómi.“ segir Ólafur um úrskurð héraðsdóms í morgun. Enn fremur segir hann: „Það er því mikið réttlætismál að MS verði látið sæta ábyrgð á brotum sínum, sem á sér áratuga sögu um ofríki gagnvart keppinautum sínum sem flestir hafa lotið í gras vegna þess.“ Aðalmeðferð í málinu fer fram föstudaginn 10. september næstkomandi kl. 09:15 í dómsal 201.
Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19
Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun