Handbolti

Tjónið minnkað með sænskum línumanni

Sindri Sverrisson skrifar
Emma Olsson er línu- og varnarmaður sem kemur til Fram í ágúst.
Emma Olsson er línu- og varnarmaður sem kemur til Fram í ágúst. Facebook/@Fram.handkast

Sænska handknattleikskonan Emma Olsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Fram. Hún kemur til Íslands í ágúst og hefur þá æfingar með liðinu.

Emma er 24 ára gömul og í tilkynningu frá Fram er henni lýst sem hávöxnum línu- og varnarmanni sem muni sérstaklega styrkja liðið varnarlega.

Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona ársins 2020, sleit krossband í hné í vor og verður væntanlega ekki meira með Fram á þessu ári. Innkoma Emmu ætti að draga úr því áfalli fyrir Framara og þær Steinunn ættu svo að geta myndað sterkt par í miðri vörn liðsins.

Emma kemur til Fram frá Önnered í Svíþjóð en er uppalin hjá Eslöv.

Fram hefur einnig tryggt sér krafta Tinnu Valgerðar Gísladóttur til næstu tveggja ára. Tinna er 21 árs örvhent skytta og hornamaður, uppalin hjá Gróttu þar sem hún skoraði 100 mörk í 16 leikjum í Grill 66 deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×