Kvitova sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að hún sé hætt keppni á Opna franska meistaramótinu í ár vegna ökklameiðsla.
Það eru hins vegar kringumstæðurnar sem eru sérstakar. Kvitova vann hina belgísku Greet Minnen í fyrstu umferð keppninnar og slapp ómeidd í gegnu þann leik. Eftir leikinn hitti hún blaðamenn og varð þá fyrir því óláni að detta og togna illa á ökkla.
Petra Kvitova has withdrawn from the French Open after suffering a freak ankle injury during her media duties on Sunday.
— The Athletic (@TheAthletic) June 1, 2021
"It's incredibly bad luck, but I will stay strong and do my best to recover in time for the grass-court season."https://t.co/8PpfkNH6tI
„Það eru mér mikil vonbrigði að tilkynna það að ég þurfi að draga mig úr keppni á Roland Garros. Á blaðamannafundi eftir leikinn þá datt ég og meiddist á ökkla. Eftir að hafa farið í myndatöku og rætt við mitt teymi þá varð ég því miður að taka þá erfiðu ákvörðun að það yrði óskynsamlegt að halda áfram. Þetta er ótrúleg óheppni en ég verð sterk og reyni mitt besta til að ná mér fyrir grastímabilið,“ sagði Petra Kvitova í umræddri tilkynningu.
Kvitova er 31 árs gömul og var númer ellefu í styrkleikaröð Opna franska meistaramótsins í ár en hún hefur unnið tvo risatitla á ferlinum.
Kvitova átti að mæta Elenu Vesnina í annarri umferðinni í dag en ekkert verður af þeim leik.
— Petra Kvitova (@Petra_Kvitova) June 1, 2021