Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á íslenska ferðamenn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 23:22 Mennirnir voru á leið heim af skemmtistað þegar hópurinn réðst á þá. Getty/Mahaux Charles Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu. Geir Gunnarsson og Friðgeir Gíslason voru staddir í fríi í Brighton á Englandi í október 2019 þegar hópur unglinga réðst á þá. Lewis Kelly, átján ára, var þeirra á meðal og er hann sá sem dæmdur var vegna málsins. Þetta kemur fram í frétt Brighton & Hove News. Mennirnir tveir voru á heimleið eftir að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Þeir voru á leið upp á hótelherbergi þegar fjögurra til sex manna hópur réðst á þá. Geir og Friðgeir urðu báðir illa úti í árásinni, þeir voru barðir og táragasi úðað framan í þá. Annar þeirra var alvarlega slasaður og brotnaði í honum augntóft. Kelly var aðeins sautján ára gamall þegar atvikin áttu sér stað og viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa ráðist á mennina. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt táragas en sagðist þó ekki sá sem hafi úðað því framan í tvímenningana. Christine Henson, dómari í málinu, sagði við dómsuppkvaðningu á föstudag að árásin hafi verið alvarleg og undir venjulegum kringumstæðum væri refsingin fangelsisvist. Kelly hafi hins vegar átt erfitt uppdráttar og hafi hvorki komið sér í vandræði fyrir eða eftir atvikið. Því skyldi hann sæta skilorðsbundnu fangelsi. Auk þess mun Kelly þurfa að gangast undir 25 daga endurhæfingu. Hvorugur íslensku mannanna mun fá greiddar bætur þar sem Kelly er á bótum og á 7 mánaða gamlan son sem hann þarf að sjá fyrir. Dómsmál England Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Geir Gunnarsson og Friðgeir Gíslason voru staddir í fríi í Brighton á Englandi í október 2019 þegar hópur unglinga réðst á þá. Lewis Kelly, átján ára, var þeirra á meðal og er hann sá sem dæmdur var vegna málsins. Þetta kemur fram í frétt Brighton & Hove News. Mennirnir tveir voru á heimleið eftir að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Þeir voru á leið upp á hótelherbergi þegar fjögurra til sex manna hópur réðst á þá. Geir og Friðgeir urðu báðir illa úti í árásinni, þeir voru barðir og táragasi úðað framan í þá. Annar þeirra var alvarlega slasaður og brotnaði í honum augntóft. Kelly var aðeins sautján ára gamall þegar atvikin áttu sér stað og viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa ráðist á mennina. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt táragas en sagðist þó ekki sá sem hafi úðað því framan í tvímenningana. Christine Henson, dómari í málinu, sagði við dómsuppkvaðningu á föstudag að árásin hafi verið alvarleg og undir venjulegum kringumstæðum væri refsingin fangelsisvist. Kelly hafi hins vegar átt erfitt uppdráttar og hafi hvorki komið sér í vandræði fyrir eða eftir atvikið. Því skyldi hann sæta skilorðsbundnu fangelsi. Auk þess mun Kelly þurfa að gangast undir 25 daga endurhæfingu. Hvorugur íslensku mannanna mun fá greiddar bætur þar sem Kelly er á bótum og á 7 mánaða gamlan son sem hann þarf að sjá fyrir.
Dómsmál England Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira