Býst við svipuðum smittölum næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2021 13:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vilhelm Gunnarsson Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru fjórir í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga. Of snemmt að leggja mat á skemmtanalíf helgarinnar Þórólfur segir tölur gærdagsins ekki afleiðingar skemmtanalífs um helgina, en almannavarnir höfðu áhyggjur af því að helgin gæti skilað sér í fjölgun smitum. „Nei það virðist ekki vera það. Þessi eini fyrir utan sóttkví tengist þessu smiti sem hefur verið kennt við verslunina HM og virðist frekar tengjast því, enda er þetta svolítið snemmt eftir helgina og við förum ekki að geta lagt mat á síðustu helgi fyrr en í lok þessarar viku,“ sagði Þórólfur Guðnason. Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi verslunar HM í Kringlunni. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sjö daga sóttkví og er verslunin því lokuð í dag á meðan unnið er að sótthreinsun hennar. Þórólfur segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga. „Við erum ekki að sjá neina aukningu þannig að smitrakningin og þessar aðgerðir sem eru í gangi virðast duga til að halda þessu í skefjum og halda þessu niðri. Og það er bara út af fyrir sig gott en ég held að við verðum kannski eitthvað áfram með svona tölur en vonandi förum við ekki að sjá neina aukningu í þessu.“ Aukið eftirlit með fólki í sóttkví Reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er fallin úr gildi. Á móti hefur eftirlit með fólki í sóttkví verið aukið. „Hún var nú kannski að falla úr gildi nokkurn vegin að sjálfu sér því lönd voru að fara af þessum hááhættu lista þannig að það var að gerast. Við þurfum að bregðast við með því að vera með gott eftirlit með fólki sem er í sóttkví og reyna að tryggja eins og hægt er að fólk fari eftir reglum,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. 31. maí 2021 14:16 H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Of snemmt að leggja mat á skemmtanalíf helgarinnar Þórólfur segir tölur gærdagsins ekki afleiðingar skemmtanalífs um helgina, en almannavarnir höfðu áhyggjur af því að helgin gæti skilað sér í fjölgun smitum. „Nei það virðist ekki vera það. Þessi eini fyrir utan sóttkví tengist þessu smiti sem hefur verið kennt við verslunina HM og virðist frekar tengjast því, enda er þetta svolítið snemmt eftir helgina og við förum ekki að geta lagt mat á síðustu helgi fyrr en í lok þessarar viku,“ sagði Þórólfur Guðnason. Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi verslunar HM í Kringlunni. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sjö daga sóttkví og er verslunin því lokuð í dag á meðan unnið er að sótthreinsun hennar. Þórólfur segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga. „Við erum ekki að sjá neina aukningu þannig að smitrakningin og þessar aðgerðir sem eru í gangi virðast duga til að halda þessu í skefjum og halda þessu niðri. Og það er bara út af fyrir sig gott en ég held að við verðum kannski eitthvað áfram með svona tölur en vonandi förum við ekki að sjá neina aukningu í þessu.“ Aukið eftirlit með fólki í sóttkví Reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er fallin úr gildi. Á móti hefur eftirlit með fólki í sóttkví verið aukið. „Hún var nú kannski að falla úr gildi nokkurn vegin að sjálfu sér því lönd voru að fara af þessum hááhættu lista þannig að það var að gerast. Við þurfum að bregðast við með því að vera með gott eftirlit með fólki sem er í sóttkví og reyna að tryggja eins og hægt er að fólk fari eftir reglum,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. 31. maí 2021 14:16 H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. 31. maí 2021 14:16
H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24