Kópavogur hefur ekki innleitt Barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 1. júní 2021 11:00 Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Kópavogur Réttindi barna Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
(1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun