Fyrsta útsending dagsins er úr KA-heimilinu er Valur kemur í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildarinnar.
Síðari leikur kvöldsins í átta liða úrslitunum er leikur Stjörnunnar og Selfoss en fyrir þann leik mun Seinni bylgjan hita upp og gera honum góð skil að leik loknum.
Grindavík og Afturelding mætast í Mjólkurbikar kvenna en stærsti leikur dagsins er í Keflavík þar sem risarnir KR og Keflavík mætast í undanúrslitum Domino’s deildarinnar.