„Bæta þarf gæði gagna!“ Erna Bjarnadóttir skrifar 31. maí 2021 14:00 Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl. Þar er m.a. haft eftir honum um athafnir stjórnvalda hvað varðar tollmeðferð erlends mjólkurosts: „Öðru fremur er hins vegar um að ræða grundvallarmál að því er varðar hvernig heimilt er að beita opinberu valdi til að ganga erinda eins markaðsráðandi fyrirtækis gegn þeirri litlu samkeppni sem það fær.“ Hér birtist mjög sérstakur málflutningur þar sem gert er að því skóna að stjórnvöld gangi erinda kúabænda. Það er með nokkrum ólíkindum að ekki hafi verið leitað sjónarmiða Skattsins né fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en slík ummæli eru birt svo sver sem þau eru. Vekur furðu að fjölmiðill sem kennir sig við viðskipti skuli ekki sinna þessum grunnskyldum sínum. Að þessir aðilar, Skatturinn og fjármála- og efnahagsráðuneyti, beri heldur ekki hönd fyrir höfuð sér er svo önnur saga. Það er marg búið að sýna fram á að til staðar er misræmi milli þess sem er skráð sem útflutningur búvara frá ESB löndum samkvæmt skýrslum Eurostat og innflutningur til Íslands samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Íslands frá sömu löndum. Slíkt misræmi á einfaldlega ekki að vera til staðar miðað við fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri ef alls staðar er rétt gert. En nú í apríl mánuði tók skörin heldur betur að færast upp í bekkinn. Þann 7. desember 2020 lagði Þorsteinn Sæmundsson þm. fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til skriflegs svars um innflutning á osti og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum árin 2019 og 2020, sjá hér. Skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við þessari fyrirspurn er dagsett 21. apríl sl. Það svar passar hins vegar hvorki við tölur Hagstofu Íslands um innflutning og eru mun lægri þó viðskipti við Bretland séu ekki meðtalin í tölum Hagstofu Íslands, Þær eru líka í flestum tilvikum mun og jafnvel margfalt lægri en útflutningstölur frá ESB þó aðeins sé borið saman við innflutning frá 27 löndum (án Bretlands) Fróðlegt er að taka fáein dæmi í þessu sambandi. Þau eru þó aðeins á fyrstu fjóra stafi í tollskrárnúmeri. Misræmið kann að vera meira milli sex stafa númera. Þannig aðeins er t.d. hægt að greina á milli kjöts á beini og kjöts sem er beinlaust en töluverður munur er á tollum þar á milli. Viðskipti með landbúnaðarvörur milli Íslands og ESB landa árið 2019: Þessi tafla kallar á rækilegar skýringar. Hvers vegna gefur fjármálaráðuneytið í svari sínu, sem vafalaust er unnið af undirstofnun þess Skattinum, upp tölur sem passa ekki við tölur Hagstofu Íslands. Hvaða tölur eru réttar? Höfundur þessarar greinar telur rétt að treysta helst tölum frá Hagstofu ESB þegar þrjú mismunandi stjórnvöld á Íslandi geta ekki verið sammála um þessar innflutningstölur. Í framhaldinu blasir sú spurning við á hverju íslensk stjórnvöld byggja sína hagsmunagæslu þegar farið er í milliríkjasamninga, t.d. þegar samið er um viðskipti milli Íslands og ESB eða við Bretland með landbúnaðarvörur. Réttar hagtölur eru þar grundvallaratriði til að unnt sé að meta íslenska viðskiptahagsmuni. Misræmi sem gengur í „báðar áttir“ eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það, er vitaskuld skýring sem hvorki heldur vatni né varpar ljósi að hið rétta um þessi viðskipti. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl. Þar er m.a. haft eftir honum um athafnir stjórnvalda hvað varðar tollmeðferð erlends mjólkurosts: „Öðru fremur er hins vegar um að ræða grundvallarmál að því er varðar hvernig heimilt er að beita opinberu valdi til að ganga erinda eins markaðsráðandi fyrirtækis gegn þeirri litlu samkeppni sem það fær.“ Hér birtist mjög sérstakur málflutningur þar sem gert er að því skóna að stjórnvöld gangi erinda kúabænda. Það er með nokkrum ólíkindum að ekki hafi verið leitað sjónarmiða Skattsins né fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en slík ummæli eru birt svo sver sem þau eru. Vekur furðu að fjölmiðill sem kennir sig við viðskipti skuli ekki sinna þessum grunnskyldum sínum. Að þessir aðilar, Skatturinn og fjármála- og efnahagsráðuneyti, beri heldur ekki hönd fyrir höfuð sér er svo önnur saga. Það er marg búið að sýna fram á að til staðar er misræmi milli þess sem er skráð sem útflutningur búvara frá ESB löndum samkvæmt skýrslum Eurostat og innflutningur til Íslands samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Íslands frá sömu löndum. Slíkt misræmi á einfaldlega ekki að vera til staðar miðað við fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri ef alls staðar er rétt gert. En nú í apríl mánuði tók skörin heldur betur að færast upp í bekkinn. Þann 7. desember 2020 lagði Þorsteinn Sæmundsson þm. fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til skriflegs svars um innflutning á osti og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum árin 2019 og 2020, sjá hér. Skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við þessari fyrirspurn er dagsett 21. apríl sl. Það svar passar hins vegar hvorki við tölur Hagstofu Íslands um innflutning og eru mun lægri þó viðskipti við Bretland séu ekki meðtalin í tölum Hagstofu Íslands, Þær eru líka í flestum tilvikum mun og jafnvel margfalt lægri en útflutningstölur frá ESB þó aðeins sé borið saman við innflutning frá 27 löndum (án Bretlands) Fróðlegt er að taka fáein dæmi í þessu sambandi. Þau eru þó aðeins á fyrstu fjóra stafi í tollskrárnúmeri. Misræmið kann að vera meira milli sex stafa númera. Þannig aðeins er t.d. hægt að greina á milli kjöts á beini og kjöts sem er beinlaust en töluverður munur er á tollum þar á milli. Viðskipti með landbúnaðarvörur milli Íslands og ESB landa árið 2019: Þessi tafla kallar á rækilegar skýringar. Hvers vegna gefur fjármálaráðuneytið í svari sínu, sem vafalaust er unnið af undirstofnun þess Skattinum, upp tölur sem passa ekki við tölur Hagstofu Íslands. Hvaða tölur eru réttar? Höfundur þessarar greinar telur rétt að treysta helst tölum frá Hagstofu ESB þegar þrjú mismunandi stjórnvöld á Íslandi geta ekki verið sammála um þessar innflutningstölur. Í framhaldinu blasir sú spurning við á hverju íslensk stjórnvöld byggja sína hagsmunagæslu þegar farið er í milliríkjasamninga, t.d. þegar samið er um viðskipti milli Íslands og ESB eða við Bretland með landbúnaðarvörur. Réttar hagtölur eru þar grundvallaratriði til að unnt sé að meta íslenska viðskiptahagsmuni. Misræmi sem gengur í „báðar áttir“ eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það, er vitaskuld skýring sem hvorki heldur vatni né varpar ljósi að hið rétta um þessi viðskipti. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun