Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Benedikt Bogason skrifar 31. maí 2021 09:49 Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun